Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 17

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 17
KírkjuritiS. StríÖskirkja Noregs. 191 prestastéttinni um endilangan Noreg hljómi einum rómi: »Vér mótmælmn allir“. VII. Svipað er um norsku kennarastéttina. Barátta hennar er einnig veigamikill þáttur í stríði kirkjunnar, og stanaa þessar tvær stéttir fast saman hlið við hliö. Kennarar Noregs eru alls 14000, en 12000 þeirra ueituðu afdráttarlaust að ala æskulýðinn upp sam- kvæml meginreglum Nazista eða stuðla að því, að hörn og unglingar gengju í æskulýðsfélög þeirra. Ennfremur neituðu þeir því að ganga í nýstofnað „Kennarasamhand Noregs“ og fylla á þann hátt flokk Nazista. Rituðu þeir kenslumáláráðuneytinu um þetta og lýstu afstöðu sinni skýrt og skorinort. Stjórnin svaraði með þvi að loka öllum norskum skólum i marzmánuði, en har fyrir eldi- viðarskort. Kennarar voru fyrir sitt leyti fúsir til að hefja aftur kensluna, hvort sem þeir fengju nokkur laun fyrir eða ekki. Yfirvöldin lögðu aftur á móti megináherzlu á það, að kennararnir gengju í Sambandið. Var þeim oeitað um launagreiðslu að öðrum kosti og þeim liótað afsetningu, ef þeir væru ekki komnir í það fyrir marz- lok. En kennararnir létu ekki kúgast, og þegar búið var að setja þá af, sendu þeir ráðuneytinu mótmæli sín á oý og lýstu því yfir, að þeir vildu halda áfram kenslu vegna lærisveina sinna og foreldra þeirra, trúir köllun sinni og samvizku. Því næst reyndu þeir að hefja skóla- starfið á ný. En yfirvöldin tilkyntu það þá, að allir kenn- arar, sem hæfu kenslu á ný, yrðu þegar við það félagar í »Kennarasamhandi Noregs“. Engu að siður tóku kenn- ai'ar aftur að veita fræðslu í skólum sínum og skýrðu jafnframt frá þvi opinberlega, að þeir gerðu þetta af hlýðni við köllun sína og samvizku vegna nemenda sinna og foreldra þeirra. Þeir væru skyldir tit þess að vinna að því ásamt kirkjunni og heimilunum, að æsku- lýðurinn þroskaðist að kristilegum kærleika og þjóð- legri siðmenningu. Hitt kæmi ekki til mála, að þeir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.