Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 18

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 18
192 Ásmundur Guðmundsson: Júní-Júli. brygðust trausti þeirra, sem þeir ættu að vinna fyrir, og gengju í Sambandið. Quislingsstjórnin beitti nú hinni mestu hörku til þess að reyna að brjóta mótspyrnu kennaranna á bak aftur. Þeir voru fangelsaðir um 1100 talsins og' 7—800 fluttir í fangabúðirnar á Jörstadmoen lijá Litla Hamri. Aðbún- aður allur var mjög slæmur, sultur og' erfiði fram úr liófi. Kennararnir urðu margir sárveikir, og að lokum létu 40—50 þeirra hugfallast og gengu inn i „Kennara- samband Noregs“. Hinir stóðust allir. Sunnudaginn 12. apríl var ákveðið að senda 500 þeirra í þrælkun i Norður-Noregi. Þeir voru reknir í gripa- vagna i járnbrautarlest. Þar var svo þröngt, að þeir urðu að standa heilan dag', alla leiðina til Niðaróss. Voru flestir þeirra alveg uppgefnir, þegar þang'að kom. En engin minstu grið voru gefin. Þeim var samstundis þröngvað niður i lest á gömlu gufuskipi, i enn meiri þrengsli en í lestarvögnunum, og hnigu þá margir niður lémagna. Rúmföt voru engin og matur lítill og lélegur. Aðeins einn læknir fékk að koma um borð, Quislingur. Kvað liann þörf tíu lækna að minsta kosti. Fjórir veik- ustu kennararnir voru fluttir i land og í sjúkrahús. Tveir þeirra voru orðnir geðveikir, einn var með lungnabólgu og einn með heilablæðingu. Ódaunninn í lestinni var of- boðslegur, og alls staðar þar mátti heyra örvæntingar- stunur eða bænir um líkn og miskunn. Starfsmennirnir við höfnina komu heim grátandi og sögðu fx-á því, sem þeir höfðu séð. Alt var gjöi't sem unt var til þess að koma í veg fvrir það, að skipið legði norður, og skeyti send persónulega til Terhovens og Quislings. Jafnvel flokksmenn þeirra lýstu fyrir þeim hörmungunum * skipinu. Mánudaginn 13. api'íl voru enn fluttir í land 5 kennarar dauðveikir. Þann dag lá skipið kvrt í höfn. Næsta dag voru nolckurar horfur á því, að liætt yrði við ferðina norður. Skipstjórinn neitaði því að hera á- bvi'gð á henni, kvað skipið slæmt og mjög oflilaðið og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.