Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 20

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 20
194 Ásmundur Guðmundsson: Júní-Júli. neytið“ 36000 andmælabréf, og liætti það að lokum að opna þau. VIII. Ofsóknin gegn biskupunum og' prestunum er ekki iiándarnærri jafn grimm. Þegar allir (sjö) biskupar Noregs sögðu af sér, 24- febrúar síðastliðinn, reyndi Quislingsstjórnin að koma sátturn á með því að gefa dómpróföstunum kost á því að verða biskupar í staðinn. En þá yrðu þeir að sýna „stjórninni“ löghlýðni og hollustu. Þessar tilraunir allar strönduðu á einbeitni og festu prestanna, og' biskup- anna, sem auðvitað urðu áfram forystumenn þeirra. Hljóta Quislingar því að styðjast við sína eigin menn í þessum málum. Eiga nú biskupsdæmi landsins að verða átta. I stað biskupafunda mun Quisling lmgsa sér að komi einskonar kirkjuráð. Það eiga að skipa: Bisk- upar landsins, forsætisráðlierra, kirkjumálaráðherra og skrifstofustjórinn i kirkjumálaráðuneytinu. Kirkjumála- ráðuneytið boðar til funda, að jafnaði einu sinni á ári, eða svo oft sexii forsætisráðherra eða kirkjumálaráð- herra telja þörf á. Þeir skulu vera forseti og varafor- seti, en Oslóarbiskup á sérfundum biskupanna. Handtökur biskupa og presta eru enn tiltölulega fáar- Berggrav biskup var skömmu eftir páskana fluttur úi’ varðhaldinu á heimili hans í þýzkar fangabúðir. Þai’ dvaldist hann þó ekki fulla viku og' var látinn laus 15. apríl. En nú er hann aftur i haldi. Þrátt fyrir emhættis- missinn heldur liann áfram að vera fremsti andlegi leið- togi Noregs. Áhrif hans vaxa við erfiðleikana og þraut- irnar, sem hann vei’ður að þola, baráttuna þungu, seni hann verður að lieyja fyrir sannleik og frelsi gegn lög- leysi og samvizkukúgun. Kristindómur hans er í órofasani- bandi við ættjai’ðarást hans. Hann er þjóðarhetja og ekki aðeins fremsti biskup Noregs heldur allx-a Norðui'landa. Quisling sakar hann um landráð, en telur rétt efd1' atvikum og hagkvæmt að auðsýna mildi. Er Berggrav

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.