Kirkjuritið - 01.06.1942, Qupperneq 26
200
A. A.: Kirkjan og ríkið.
Júní-Júlí.
kirkjunni fult og' óskert starf og áhrif. Ef til vill gæti
lausn málsins orðið eitthvað á þessa leið:
Kirkjan á að vera frjáls og óháð um stjórn sinna eigin
mála, sem eiga að vera undir sérstakri kirkjustjórn.
Ríkið á, eftir sem áður, að veita lienni fjárhagslegan
stuðning, hæði með beinum fjárframlögum og með því
að lögfesta tekjustofn eða tekjustofna henni til handa.
Á móti þessu á ríkið að eiga heimtingu á aðstoð og
starfi frá kirkjunnar hendi i þágu mentunar og sið-
menningar, og uppeldis. Kirkjan verður þá sjálfstæð
stofnun í sambandi við ríkið samkvæmt samningi.
Hvernig þvi sambandi skuli liagað í einstökum atriðum
verður ekki farið út í liér, enda myndi það atriðið þurfa
ítarlega athugun viturra og góðra manna. Hagnaðurinn
yrði sá fyrir ríkið, að það bæri ekki lengur fjárhags-
lega ábyrgð á kii’kjunni, en henni væri aftur á móti
trygt, að störf liennar væru framkvæmd samkvæmt vilja
hennar og efnum, og hún hefði jafnan kristna menn í
sinni þjónustu. Ef hinar lögboðnu tekjur hennar revn-
ast ekki nægar, á hún kost á því að auka þær með frjáls-
um framlögum meðlimanna.
Ég vil að lokum minnast á þá mótbáru, sem ekki cr
ólikleg, að þetta verði til þess að skapa kirkjunni meiri
samkepni, hæði um áhrif og fjármuni. Eg skal engu um
það spá, hve margir verði keppinautar og hve margir
samherjar. En keppinautar kristinnar kirkju hér á landi
eru þegar til, og þeir margir. Leiðin til sigurs hinu góða
máli er ekki sú, að reyna að forðast keppinauta, sem
ekki vex-ða umflúnir, Jieldur hin að efla áhuga, starf og
hæfileika innan kirkjunnax-,
Árnt' Ámason dr, med.