Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 36

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 36
JÚIIÍ—Júlí. Prestastefnan 1942. Prestastefnan sett Hin árlega prestastefna var háð í Reykjavík dagana 18.—19. júní. Hófst hún með guSsþjón- Ustu í Dómkirkjunrii kl. 1 e. li. Prédikun flutti séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík og lagði út af OrðUhUm Jak. 1, 14—16 og Gal. 6, 7 n. Á undan prédikun þjón- aði fyrir altari séra Garðar Þorsteinsson sóknarprestur í Hafn- urfirði, en hann og séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur i Reykjavík önnuðust sameiginlega altarisþjónustu eftir pré- dikun og tóku viðstadda synoduspresta til altaris. Við setningu prestastefnunnar, sem fram fór í hinni virðulegu og fögru kapellu Háskólans kl. 3.30 e. h., las biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, Matt. 5, 3 nn og flutti hæn, en prestar sungu sálma fyrir og eftir. Síðan liófust fundir í sal Guðfræði- deildar Háskólans og var gengið til dagskrár. Biskupinn stýrði sjálfur fundinum, svo sem venja er til, en skril'arar voru skip- aðir þeir séra Friðrik A. Friðriksson og séra Jón Thorarensen. Prestastefnan var að þessu sinni fjölsóttari en verið hefir um langt skeið. Voru þar mættir, auk biskupsins, 57 prestar, auk guðfræðikandidata, guðfræðinema og annara gesta. Dagskrá synodunnar hófst á því, að biskupinn, herra Sigur- geir Sigurðsson, ávarpaði prestana og gaf ítarlegt yfirlit um starf hinnar íslenzku þjóðkirkju á síðastliðnu starfsári Ávarp biskups og yfirlitsskýrsla hans. Háttvirtu synodusprestar, kæru vinir og samstarfsmenn! Það er aftur komið sumar. Um þessar mundir, þegar dag- arnir eru lengstir og nætur styztar, og bjart er allan sólarhring- inn yfir öllum vegum, þá Iiittumst vér, kirkjunnar menn á ís- landi, til þess að ræða áhugamálin og það starf, sem vér höf- um lielgað líf vort og krafta. Hin bjarta árstíð og boðskapur- inn, sem vér komum til að ræða um, eiga saman. Hvorttveggja færir fegurð og birtu yfir lífið, hvorttveggja er þráð inst inni af öllum þeim, er í þessu landi búa. Ég býð yður alla velkomna til þessara samfunda. Það er mér mikil ánægja, að svo margir yðar hafið séð yður fært að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.