Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 41
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
215
hverfa. Afvopnun allra manna og allra þjóða verður að fara
fram. Það verður að koma i veg fyrir hinn mikla mismun í
efnahagslegu tilliti — það verður að koma á meira jöfnuði í
skiftingu anðæfa jarðarinnar. Auðlindir hennar eru gjafir Guðs
i þágu allra manna. Þá fyrst er varanlegur friður, er mann-
kyniö hefir eignast skilning á þvi, að það er ein fjölskylda, sem
á einn sameiginlegan föður — himneskan föður. Þegar með-
vitundin um Guð er fyrir í huga mannsins við daglegu störfin
og alt lífið iýtur honum, þá gefur hann mönnunum frið, sem
er œðri öllm skilningi ■— sinn frið.
Þegar vér nú hefjum þenna fyrsta fund Prestastefnunnar að
þessu sinni, þá vil ég, í eins fáum orðum og mér er unt, gjöra
nokkura grein fyrir því, sem fram liefir farið, og kirkjuna, líf
hennar og starf varðar mest á siðastliðnu synodusári.
. Vér minnumst fyrst fallinna samlierja. Á synodusáriiju, sem
nú er liðið, lézt foringi íslenzku kirkjunnar um 21 árs skeið,
dr. theol Jón Helgason biskup, á 76. aldursári. Fæddur var
hann 21. júni 1866, en dánardag hans bar upp á 19. marz s.l.
Það er svo skamt síðan æfiatriða hans var itarlega getið i
flestum hlöðum landsins og þá sérstaklega riti voru, Kirkju-
riti'nu, að þess gjörist ekki nein þörf að rekja þau hér, enda
oss, sem þessa samkomu sækjum, kunnugri en öllum öðrum.
Hér viljum vér i dag minnast hans í samúð og þakklæti. Hann
var oss, auk þess sem hann var biskup vor, allflestum persónu-
lega kunnugur, og sumstaðar er þar horft yfir áratug vináttu
og náið samstarf. Hann hafði í biskupsdómi sínum veitt 76 guð-
fræðikandidötum prestsvígslu. Hann hafði sótt alla presta lands-
ins heim, og áður en hann varð biskup, hafði hann kent fjöl-
mörgum af núverandi prestum landsins ýmist i Prestaskólanum
gamla eða Guðfræðideild Háskóla íslands. Vér höfum fylgst með
störfum hans öllum, kennarastörfum, biskupsstörfum og bók-
mentastörfum. Fyrir öll þessi störf hans mun nafn lians lifa á
íslandi, og hans .verður minst í flokki hinna starfsömustu og
merkustu manna’, er á biskupsstóli hafa setið. Útför hans fór
fram hér í Reykjavík hinn 27. rnarz 1942, og fylgdist þjóðin öll
með i samúð ásamt ástvinum hans. Ég þakka honum i nafni
kirkju íslands æfistarfið. Vér minnumst hans með bæn í liuga
og blessunaróskum.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alt og alt“.