Kirkjuritið - 01.06.1942, Qupperneq 54
228
Prestastefnan.
Júní-Júli.
þess óska, að því er snertir lexíuval, fyrir skólana og
útvegun mynda og annara tækja.
2. Nefnd, er sé þeim, er óska, til aðstoðar við útvegun
bóka og annars hentugs efnis til notkunar í sambandi
við starfið fyrir ungt fólk, um og yfir fermingaraldur.
Ennfremur skorar prestastefnan á alla, sem aðstöðu hafa,
að beita sér fyrir því, að kristindómsfræðslunni í skólum
landsins verði komið i það horf, sem vera ber“.
Skipaðir voru í nefndir þessar:
Sunnudagaskólanefnd:
Sigurbjörn Á. Gíslason cand theol.
Séra Sigurbjörn Einarsson, Reykjavík.
Séra Garðar Svavarsson, Reykjavík.
Leiðbeininganefnd um unglingastarfsemi:
Séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur, Reykjavík.
Séra Jón Thorarensen, Reykjavík.
Séra Árni Sigurðsson, Reykjavík.
4. Sjómannastofur. Málshefjandi var Jakob Jónsson. Ræddi
hann einkum um nauðsyn þess að koma á fót slíkum stofnun-
um erlendis fyrir liina íslenzku sjómenn, og þá einkum í Eng-
landi. Lagði hann fram tillögur í málinu, er vísað var til nefnd-
ar, og var málið tekið til nýrrar umræðu daginn eftir. Svohljóð-
andi tillögur frá nefndinni voru samþyktar:
„Prestastefna íslands ályktar:
1. Að full nauðsyn sé á stofnun íslenzkrar sjómannastofti í
enskum liafnarbæ, og lýsir gleði sinni yfir þeim undir-
búningi, sem þegar er hafinn að framkvæmd málsins.
2. Að einnig sé mikil nauðsyn á sjómannastofu og sjó-
mannaheimili í Reykjavik og í helztu verstöðvum lands-
ins.
3. Að kirkjulegt starf sé sjálfsagður þáttur í starfsemi sjó-
mannastofa bæði hér og erlendis.
4. Að það sé.skylda íslendinga að fara að dæmi annara
þjóða og styrkja eftir megni þjóðernisstarfsemi landa
sinna- erlendis.
Með skírskotun til þessarar ályktunar beinir prestastefn-
an þeirri áskorun til kirkjustjórnarinnar, að hún athugi
möguleika á því, að ráðinn verði prestur til þjónustu við
liina væntanlegu sjómannastofu i Englandi, og hafi liann
jafnframt á hendi guðsþjónustustörf meðal landa í London,
eftir því, sem við verður komið. Prestur þessi sé launaður
af íslenzka ríkinu. Ennfremur athugi kirkjustjórnin mögu-
leika á stofnun sjómannastofa í Reykjavík, og hvernig