Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 58

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 58
Júni-Júli. Skálholtskirkja. Það niun vera ákveðið, að Skálholtsdómkirkja verði endur- hygð nijög bráðlega. Þess er ekki vanjiörf, því að kirkjan, sem nú er á þessum stað, er hrörleg og líti fær til notkunar að vetri til, og að öðru leyti ekki samboðin söguhelgi staðarins. Skálholtsstað verður að sýna viðeigandi sóma í samræmi við hans sögulegu helgi, og þá er j)að fyrst og fremst kirkjan, sem þarf að rísa upp vegleg og fögur á grunni hinnar fornu döm- kirkju, sem enn sér móta fyrir allgreinilega. Hin fyrirhugaða kirkjubygging verður að framkvæmast svo, að hún verði minnisvarði, samboðinn þeim ágætu kirkjuhöfð- ingjum, sem þar sátu á stóli og báru þar beinin, t. d. liinum hálærða Brynjólfi Sveinssyni og hinuni óviðjafnanlega ræðu- skörungi Jóni Vídalin, sem alt fram á síðustu áratugi var heim- ilisprestur á fjölda heimila og átti mestan þátt í, næst Hallgrími Péturssyni, að móta og viðhalda kristnilífi þjóðarinnar. Eins og kunnugt er, lét herra Brynjólfur biskup Sveinssou reisa mikla og merkilega dómkirkju i Skálholti, þegar hann sat þar að stóli. Þessi kirkja var bygð úr timbri, veglegasta Guðs hús, sem þá var til hér á landi. Að öllu var hún liin vand- aðasta og vel búin. Það vill nú svo vel til, að til er allnákvæm lýsing, uppdráttur og myndir af þessari kirkju, svo að auðvelt er að gjöra sér hug- mynd um útlit hennar og gerð. Það ætti vel við, að hin nýja Skálholtskirkja yrði bygð í lík- ingu við dómkirkju þá hina miklu, sem Brynjólfur Sveinsson lét reisa, að sjálfsögðu minni og að öðru leyti í samræmi við þörf safnaðarins og kröfur nútimans 'til vandaðri húsa. Skálholt var upphaflega gefið íslenzkri kirkju til biskupsstóls og svo ákveðið, að þar skyldi jafnan vera biskupssetur. Að stóll- inn var fluttur þaðan, v.ar brot gegn ákvæði gefandans. Eklci má minna vera en reynt sé að bæta fyrir þettíj- brot, ef ekki á þann liátt að flytja biskupsstólinn þangað aftur, þá á annan hátt, svo að vegur staðarins megi aukast sem mest og verða kristinni kirkju til eflingar og þjóðinni til sóma. . Einar Sifiiirfinnsson. Spakmæli. Heimurinn bregst þeim, er treysta honum eingöngu. „Eg verð þess var, að einskonar vonleysi og uppgjöf hefir búið um sig í sál minni á hinu liðna ári. Ég vænti ekki mikillar hamingju það sem eftir er æfidaga minna“. — H. G. Wells, í „Homo Sapiens",

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.