Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 62

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 62
236 Jóhann Hannesson: Júní-Júlí. ins. Svo er t. d. um Taohwalun, þar sem ég er nú, þegar þetta er skrifað. Hér er stór og falleg kirkja, stór barna- skóli, sjúkrahús, tveir gagnfræðaskólar (annar fyrir pilta, hinn fyrir stúlkur); ennfremur er hér Biblíuskóli og skóli fyrir blinda menn. Auk þess eru hér mörg í- húðarhús, hæði handa Kínverjum og Evrópumönnum. — Á hæð einni skamt frá liafa Svíar bygt afarveglegan mentaskóla, en hann er tómur og allir sænsku kristni- boðarnir eru farnir burt; öll þeirra veglegu íhúðarhús eru nú tóm. Frá starfi voru hér er það að segja, að barnaskólarnir og gagnfræðaskólarnir eru nú í höndum kristinna Kín- verja. Þeir fá aðeins örlítinn styrk frá oss og fá að nota húsakynrii vor ókeypis. 'Hinir kristnu Kínverjar mynda kirkju, sem þeir stjórna að mestu leyti sjálfir; þessi kirkja hefir nokkurn fjárhagslegan stuðning frá kristni- boðsfélaginu, en hann minkar árlega. Eftir nokkur ár hættir hann alveg. — En hin andlega aðstoð, sem kristni- boðarnir veita, er eklci lítil. Og þegar um það er að ræða að vinna nýtt land fyrir kirkjuna, verðum vér á sérstak- an hátt að veita hjálp. Ennfremur er mentun innlendra starfsmanna kirkjunnar að miklu leyti áfram verk kristnihoðanna. Hinar nýrri kristniboðsstöðvar vorar eru miklu minni, en engan veginn þýðingarminni en hinar eldri. Á þeim slóðum er mikið ónumið land; þangað hefir ekki styrj- öldin náð, og þess vegna hafa margir flúið þangað. Vér gerum oss miklar vonir um framtiðarstarf kristniboðs og kirkju þar. II. Ein lítil grein. Hér mun ég ekki segja frá aðalstarfi voru, sem er hoðun fagnaðarerindisins, heldur aðeins frá einni smá- grein á hinu mikla tré kristinnar kirkju hér í Ivína. Þeir landarmínir, sem telja kristniboðið liégóma, ættu að sjá blindu betlarana, sem eru í þúsundatali hér í

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.