Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 65

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 65
Kirkjurítið. Akranesmót. 239 búnihgur fór fram fyrir mótið, og var það með líku sniði og fyrri mótin, en það setti sinn svip á þetta mót, eins og að líkum lætur, að þaS var nú haldið í kaupstað. Séra Þorsteinn Briem hafði góðfúslega lánaS Akraneskirkju til messuflutnings og ræðu- halda. Kirkjan er mjög inndæl aS innan, látlaus en fögur. ViS forhlið kirkjunnar var komið fyrir íslenzkum fánum og hátíða- flöggum, og hin mikla tjaldborg, sem reist var á kirkjuvallar- túninu, var einnig fánum prýdd. í þessari tjaldborg töldust vera um 90 tjöld smá og stór. Hinn langþráði dagur, laugardagurinn 20. júní, rann upp sól- bjartur og lilýr. Undirbúningi var að mestu lokið, enda var alt tilbúið að lieita mátti, þegar þátttakendur frá Reykjavik komu með varðskipinu Ægi laust fyrir kl. 5 siðdegis á laugar- dag, og ld. 6 hófst mótið með guðsþjónustu i Akraneskirkju, þar sem Bjarni Eyjólfsson flutti prédikun, en séra Sigurður Pálsson var fyrir altari. Kl. 9 um kvöldið talaði stud. theol. Jóhann Hlíðar í kirkjunni og hafði að hugleiðingu efnið: „Faðir vor, þú, sem ert á himnum“. Á sunnudag kl. 10 f. li. talaSi Steingrímur Benediktsson kenn- ari um efnið: „Helgist nafn þitt, komi ríki þitt“, og kl. 2 pré- dikaði séra Þorsteinn Briem, en séra SigurSur Pálsson þjónaði fyrir altari. Þessi messa og sömuleiðis messan, sem flutt var á laugardag, voru tilkomumiklar og fjölþættari en messur alment eru, enda liafa margir fagrir gimsteinar glatast úr hinni fornu íslenzku messu, sem þarna var leitast við að leiða í Ijós. Kl. 5 var samkoma á kirkjuvallartúninu, jiar sem cand. theol. Gunnar Sigurjónsson talaði, og kl. 9 e. h. var hugleiðing' í kirkjunni um efnið: „Daglegt brauð og fyrirgefning synda, og talaði séra Magnús Guðmundsson. Úr kirkjunni var haldið lieim í stóra samkomutjaldið i tjaldborginni, þar sem fluttar voru frjálsar ræður og vitnisburðir, sem stóðu yfir. nokkuð farm á nótt, og var sú stund ánægjuleg en sérkennileg að mörgu leyti. Á mánudag um kl. 9 hófst samkoma á kirkjuvallartúninu, þar sem cand. theol. Ástráður Sigursteindórsson talaSi út frá efninu: „Leið oss ekki i freistni, heldur frelsa oss frá illu“, og kl. 11 f. li. talaði séra Bjarni Jónsson í kirkjunni. Samkomurnar, sem baldnar voru á túninu, voru mjög. hrífandi, enda var sungið við raust i sólskini og sumarbliðu. Það var eins og náttúran tæki undir lofgjörðina til Guðs. Kl. 1 e. h. var barnasamkoma og kl. 2 kristniboðssamkoma í kirkjunni, og talaði Ólafur Ólafsson kristniboði. Ráðgert var, að samskot færu fram meðal móts- gesta til styrktar kirkjunni á Akranesi, en séra Þorsteinn Briem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.