Kirkjuritið - 01.06.1942, Qupperneq 66
240
Áhrif móÖurbænar
Júní-Júli.
fór fram á það, að þeir, sem liefðu ætlað að gefa kirkjunni,
Jegðu það fé fram kristniboðinu til eflingar og söfnuðust um
1200 krónur. Kl. 5 e. h. var altarisganga, og flutti séra Ghnnar
Jóhannesson skriftaræðu, og tóku þátt í altarisgöngunni um 250
manns. Kl. 8,30 var kveðjustund í kirkjunni. Þar var séra Þor-
steini Briem og' Haraldi Böðvarssyni þakkað sérstaklega fyrir
þá velvild, sem þeir höfðu sýnt við undirbúning mótsins, óg
úr hópi þátttakenda þakkaði Helgi Trygvason kennari þeim, sem
stjórnuðu mótinu og stuðluðu að því, að það var lialdið og gæti
orðið sem ánægjulegast.
Um kl. 11 á mánudagskvöld var haldið til Reykjavikur með
Laxfossi og var sungið við raust alla leiðina.
Það, sem mér þótti sérstaklega athyglisvert við þetta mót, var
það, hve margt ungt fólk sótti það. Þarna voru sannarlega glaðir
æskumenn saman komnir, enda hafði Akranesingur einn sér-
staklega orð á því, livað sér þætti jæssir trúuðu menn kátir.
Veðrið var einstaklega gott alla dagana, sólskin og hiti, enda
var flest, sem stuðlaði að því, að gera mótið jafn ánægjulegt og
raun bar vitni.
Sverrir Kr. Sverrisson.
Áhrif móðurbænar.
Fyrir meira en 50 árum síðan, fagran sunnudagsmorgun, voru
átta ungir menn, allir lögfræðinemar, á gangi meðfram einni
af ám þeim, sem renna í Potomakfljótið, ekki langt frá borginni
Washington. Þeir voru á leiðinni út í lund einn, á afviknum
stað, þar sem þeir ætluðu að njóta hvíldardagsins með því að
spila á spil og' drekka vín. Hver þeirra liafði vínflösku í vasa
sínum. Allir áttu þeir trúræknar mæður. Á leiðinni skemtu þeir
hver öðrum með gáskafullum spaugsyrðum, en þá tók kirkju-
klukka í þorpi einu, um hálfa mílu i burtu þaðan, að hringja.
Það hljómaði í eyrum þessara léttúðugu ungu manna eins greini-
lega og klukkunum hefði verið hringt á bakkanum hinum megin
við ána, sem þeir gengu fram hjá.
Undir eins nam einn þeirra staðar, liann hét Georg, og sagði
við vin sinn, sem gekk við hlið hans, að hann vildi alls ekki
fara lengra, heldur snúa við til þorpsins og fara í kirkju. Vinur
lians kallaði til félaga þeirra, sem voru spottakorn á undan:
„Drengir! Drengir! Komið þið liingað! Georg er að verða trú-