Kirkjuritið - 01.06.1942, Síða 68
242
G. E.: Álirif móðurbænar.
Júní-Júlí.
þá ráSa og lijálpar hjá Guði. Hvern sunnudagsmorgun frá klukk-
an tíu tiJ ellefu mun ég biðja fyrir ])ér. Hvar sem þú nú verður
á þessum lielga tíma, þá láttu huga j)inn, er þú heyrir kirkju-
klukkurnar hringja, leita aftur til þessa herbergis, þar sem
móðir þín deyjandi mun vera að hiðja fyrir þér innilega. Nú
lieyri ég vagninn koma. Kystu mig — vertu sæll!“
Drengir, ég hýst ekki við, að ég fái að sjá móður mína framar
á jörð, en með Guðs hjálp ætla ég mér að mæta henni aftur á
himnum.“
Þegar Georg hælti að tala, streymdu tárin niður kinnar hans.
Hann leit á félaga sína. Augu þeirra stóðu full af tárum. Hring-
urinn, sem þeir höfðu myndað um hann, opnaðist strax. Hann
gekk út úr hringnum og áleiðis til kirkjunnar. Félagar hans
dáðust að honum af þvi, að hann hafði hugrekki til þess að
gjöra það, sem þeir áræddu ekki. Þeir fylgdu honum allir til
kirkjunnar. Á leiðinni fleygðu þeir allir frá sér vínflöskunni og
spilunum, fundu, að þeir gálu ekki liaft það með sér í Guðs
hús. Þessir ungu menn spiluðu aldrei framar á sunnudegi.
Frá þessum degi breyttust þeir allir. 1893 voru sex þeirra
dánir í trúnni á Krist. Georg var ])á lifandi, duglegur, guð-
hræddur lögfræðingur í Iowafylki, og vinur lians, sem reit þá
þessa sögu, liafði um mörg ár verið starfandi meðlimur kirkj-
unnar.
Átta ungir og efnilegir menn snerust hér til einlægrar trúar
fyrir hænrækni trúaðrar móður, og' ef vér þektum allan árang-
urinn af eftirdæmi þeirra og starfi, fengjum vér fagra mvnd
af áhrifum móðurbænarinnar.
(Þýtt úr ensku).
Guömandur Einarsson.
Nýr kaþólskur biskup á íslandi.
Séra Jóhannes Gunnarsson (Einarssonar í Nesi Ásmundssonar)
hefir verið skipaður biskup kaþólskra manna á íslandi.
Þýðing Samstofna guðspjallanna.
Séra Gisli Skúlason prófastur og Ásmundur Guðmúndsson
prófessor vinna saman nú í sumar í Norðtungu að þýðingu
Samstofna guðspjallanna.
Ein liending liefir misprentast í Hvítasunnusálmi Einars Jóns-
sonar í síðasta liefti Kirkjuritsins. Á að vera: Eilíföar úr geimi
í stað eilifðar úr sölum.
Frásögn um aðalfund Prestafélagsins verður sökum rúmleysis
að bíða næsta heftis.