Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 70

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 70
244 Sigurður Ó. Lárusson: Júní-Júlí. ár, — sex ár í Mentaskólanum og þrjú og hálft ár í Guð- fræðideild Háskólans. — Þaðan útskrifuðumst við sem kandidatar í febrúar 1918. ÖIl þessi samvistarár var þessi vinur minn og bekkjar- bróðir sa-mur við sig að þvi íeyti, að bann var ávalt blé- drægur og fáskiftinn i margmenni. Batt bann aldrei bagga sína sömu bnútum og samferðamenn. Hann var einkar ástundunarsamur og iðinn námsmaður og sam- vizkusamur um öll sín störf, vandaður til orða og verka og vildi í engu vamm sitt vita. — Þó brá liann út af fa- læti sínu, þegar hann var í fámenni og meðal góðra vina. — Þá gat hann verið ræðinn og skemtinn og greip þá oft til g'letni og gamansemi, sem liann átti í fórum sín- um, en duldi oftast. — Hann var vel gefinn maður að gáfum, víðlesinn, og bar bið bezta skvn á það, sem liann las. Okkur bekkjarbræðrum og vinum séra Þorsteins var öllum einkar vel til bans, og svo var öllum er liann þektu vel. Við vissum, að þar sem bann var, þar var á ferð- inni góður maður. Að loknu námi skilja leiðir okkar að mestu. — Tók bann heilaga vígslu vorið eftir prófið og vígðist til Mjóa- fjarðarprestakalls. Þaðan fluttist bann eftir fá ár að Prestsbakka í Hrútafirði, og loks að Staðarhvammi á Mýrum. Þótt leiðir skildu, liélt ég samt annað veifið spurnum fvrir um þenna bekkjarbróður minn og' starfsbróður. Allar fréttir af honum voru á eina leið. Yfir líf bans og starf mátti skrifa þessi orð: Integer vitae. Prestsstörl' sín, sem nám sitt, rækti liann af einskærri samvizku- semi og alúð, en hlédrægur þótti liann um opinber mál. En fálæti hans og feimni hvarf, er í kirkjuna kom. Þar var liann m'eðal vina. Þar var honum ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann þótti skörulegur ræðumaður í stól. Hann óx við það erindi, sem bann þar flutti, enda var

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.