Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 72

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 72
246 Snorri Sigfússon: Júni-Júli. okkur, heldur öllu heimilisfólkinu. En hún var i aðalatriðum þannig: Það var skip á sjó í ofsaroki og ógurlegum sjógangi. Allir skipverjar sintu skyldustörfum sínum af dugnaði og karl- mensku lengi vel, en þó fór svo, að jjeir töldu vonlaust um, að þeir myndu hjargast, og tóku að gerast órólegir og angistarfullir og slá slöku við. En með á skipinu var drengur, sonur skip- stjórans, sem var hinn hressasti og var hvergi hræddur. Og er hásetarnir spyrja hann, hví hann sé ekki hræddur, svarar hann með ró og óbifanlegri festu: Ég veit, að við munum kanske vera í hættu, en ég er ekkert hræddur, jiví að faðir minn stendur við stýrið“. — Og jæssi hugarró drengsins, hessi óhifanlega trú hans á örugga stjórn föðurins, þrátt fyrir ægilegt útlit, fylti einnig hásetana bjargarvon, svo að þeir tóku aftur til að gegna skyldum sínum. Og jjannig fór að lokum, að skipið komst i höfn og öllu var bjargað. — Þetta var aðalefnið úr sögu gamla kenn- arans þetta ógurlega kvöld, og er hann hafði lokið sögunni, tók hann að benda á, að einnig nú bæri okkur að vera hug- hraust og vongóð, þótt illa liti út, því að faðir okkar allra stæði við stýrið á örlagaskipinu okkar, og myndi stýra öllu heilu í höfn, ef við gerðum skyldu okkar og mistum ekki sálarró og sigurtrú. Og mér eru enn i minni þau áhrif, sem sagan og ræðan hafði á fólkið. Það hrestisl og glaðnaði i hragði, og yfir heimil- inu hirti og hlýnaði þetta kvöld, ])ótt úti geisaði óveðrið, því að trúin og vonin höfðu sezt þar að völdum. Og fólkinu varð í það sinn að trú sinni og von. Skip ])að, sem heimamenn voru á, komst i höfn heilu og liöldnu. í óveðrinu mikla, sem nú geisar i mannheimi, striðinu ógur- lega, ferst ógrynni af verðmætum og mannslifum, og þjáningar manna eru skelfilegar. Hin tryltu öfl hafa náð taumhaldinu i bili. En hið allra skelfiiegasta, sem hent getur, er það, að menn, og þá einkum æskan, missi trú á framtíðina, trúna á sigur hins góða að lokum, glati voninni um batnandi tíma. Það má aldrei ske, börnin góð. Verum þess fullviss, að í þessu óveðri ferst einnig margt ill, og að von er til þess, að þessi sára reynsla muni gera mennina vitrari og betri. Við erum öli einskonar hásetar á skipi i ólgusjó. Útiitið er slæmt og ógnandi. Við höfum margskonar skyldum að gegna og megum livergi svíkjast undan merkjum, og því síður missa kjarkinn. Og það, sem á að halda okkur vakandi, gera okkur skyldurækna, efla löngunina til þess að verða sterkur og stæltur i liafrótinu, glæða bræðraþelið og samstarfið, er sú vissa, að faðir okkar stendur við stýrið, og stjórnar öllu bezt. Og enga ósk á ég betrj handa ykkur í dag en þá, að þið ættuð altaf

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.