Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 77

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 77
Kirkjuritið. Guðsþjónustusöngur. 251 að stúdentar, sein takast i deildina, Jiekki nótur og gildi þeirra eftir almennri söngfræði og séu dálitið söngæfðir. Söngefnis- kenslan verður að skoðast og framkvæmast sem fastákveðin grein í námsstundakerfinu og njóta meiri tima en getið er hér að framan. Námsgrein þessi verður eins og aðrar að staðfest- ast að lokum með prófi. — Með þessu má vænta, að undirbúist alloftasl tónar frá altari Guðs, sem bergmáli eigi aðeins í veggj- um og hvelfing kirkjunnar, heldur einnig í hjörtunum, sem hrærast þar inni. III. Það er viðurkent, að samfundir hluttakenda góðs málefnis séu því nauðsynlegir til lífs og starfs, og einkum j)á, að sem flestir taki verklega liátt í störfum jiess. Safnaðarguðsdýrkun vor og guðsjijónusta er ekki fráskilin jiessari nauðsyn. Vér þurfum að koma sem oftast saman til hennar og eiga persónu- legan þátt í verkefni hennar. Streymir þá lif og helgandi kraft- 'ir frá manni til manns í söfnuði kirkjunnar. Kirkjusöngurinn er sérlega vel fallinn til þessarar hluttöku, þessvegna stundar kirkjudeild vor safnaðarsöng. Það, sem söfnuðum þjóðkirkju vorrar er nú ætlað að syngja, er sálmljóð og nokkurar órímaðar setningar i víxlsöng móti lijónandi presti í messugjörðinni. Nú er þessu víðast hvar hagað þannig í kirkjum vorum, að hljóðfæri ásamt nokkurum söng- æfðari mönnum leiðir sönginn. En að öðru leyti er hverjum viðstöddum í sjálfsvald sett, hvern þátt hann tekur i söngnum. Hlultaka þessi mun nokkuð misjöfn, jafnvel beri við, að hljóð- færið eitt flytji tóna, sem texta eru ætlaðir, en þá er orðið of mikið um véltæknina. Orsakir Jiessara vankvæða teljast ýmsar: Geta ekki sungið — kunna ekki lögin — vöntun sálmabókar; svo geta líka söngleiðendur hindrast frá kirkjuferð. Ég tel þetta efni mikilsvert kirkjulífi voru, og vil því fara nokkurum orðum um jiessar hindranir og hvernig mér virðist helzt verði ráðin hót á þeim. Þess var getið áður, að æfingarleysi niundi oftast valda því, að svo margir virðast eigi geta sungið. Æfing tónfæra manns- ins þarf, eins og hver önnur vöðvahreyfing, að byrja á barns- aldri og vara við jiroskaárin með hæfilegri áreynslu (varúð á mútnatíma pilta). Þessi æfing beið hnekki við niðurfall heim- disguðsþjónustu (húsleslra) o. fl., sem hér verður ekki talið, en skólarnir ættu að bæta úr jiví. Hver barnaskóli á strax að kenna og æfa daglega söng og gjöra sér far um að glæða sem bezt söngást, bæði vegna guðsdýrkunarinnar og jieirra góðu áhrifa, sem vandaður söngur hefir yfirleitt á mannlifið. Hér er

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.