Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 79

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 79
KirkjuritiS. Guðsþjónustusöngui*. 253 spilið, sem ég lærði flest sálmalögin á. Það gæti enn verið til á hverju heimili. En sálmasöngbækur vorar eru svo dýrar, að engin von er til, að almenningur kaupi þær, enda eru þær ætlaðar til þess, að leikið sé eftir þeim með röddum á hlióð- færi — geta því eigi orðið ódýrar. Nú mæla söngkennarar með því, að safnaðarfólkið alt syngi eina og sömu rödd (frumrödd- ina, lagið). Nótnakver með lienni einni gætu verið miklu ódýr- ari og hentugri í meðferð. Þau ætti að gefa út til lærdómsnota. Nú eru rétt 80 ár síðan slík bók kom út í íslenskum bókmentum, er því að líkum orðin fágæt. Ætti ekki slíkt kver heima í ,,Bóka- útgáfu Menningarsjóðs"? Aðrar þjóðir setja lögin i sálmabækur sínar í ýmsum búningi. Mundi það hækka verð sálmabókar vorrar, en áður er hún dýr. — Ég gat þess, að mælt væri með einrödduðum safnaðarsöng. Hann er að ýmsu vandaminni og þá betri en mistekinn raddasöngur, en ólíku finst mér radda- söngurinn tilkomumeiri, er liann hepnast og unaðslegri lil hlut- töku. Ætti þá líka að prenta hinar raddirnar sér. Getur svo hvcr valið sér ])á rödd, sem honum hugnast og liggur rómur bezt til, og leitt sál sina inn í hinar yndislega samfléttuðu tónrúnir, sem „lyfta í hæðir með heilögum söng hjörtum úr veraldar umsvifa þröng“. Ymsar aðgerðir forráðamanna kirkju vorrar bera þess vott, að nú sé að glæðast meðvitund um gildi kristindómsins fyrir mannlífið, guðsdýrkunin sé næring hans og sönghæfileiki manna dýrmætt lífsefni hans. Margt er það í lífsreynslu nútímans, sen: styður þessa glæðingu og gjörir menn hyggna, þótt eigi verði það rætt hér. En taka ber henni með gleði og viðleitni að efla hana. Mætti hún njóta slíkrar viðurkenningar sem — ja, manni dettur í hug — hin nýlega vakta alda íþróttanna, þá tækist vel til. Séu þær hollar líkamsheilsu, þá er kristindómsandi og iðkun vissu- lega heilsuiind sálarlífsins. En ég óttast, að umrædd grein þeirr- ar iðkunar mæti um sinn tálmunum, sem þá ber að reyna að eyða. Eru þær einkum fjárþörf til þessa og skortur almennrar meðvitundar um gildi söngsins. Sérhvert gott og fagurt verkefni meðal manna þarf fé sér til stuðnings, en það fé greiðist aftur, beinlínis eða óbeinlínis, í góðum, blessunarrikum áhrifum og afleiðingum. Og þótt líkamsþarfirnar kalli mjög eftir, þá verður eigi sú djúpsæja umsögn lirakin, að „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman“. Svo er það og gömul og ný reynsla í mörgu, að það gott verður mönnum dýrmætara, sem nokkuru er kostað til. Hér þarf að kosta til mun meiri mentunar í sönglegu tilliti, og með henni lærist mönnum að sjá og reyna andlegt ágæti sönghæfileika mannsins. En hér þarf líka að vera fyrir í fylgsn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.