Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 81

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 81
Kirkjuritið. Dr. Kristian Schelderup. Snemma í sumar sá ég þess getið meðal góðra frétta frá Nor- egi í blaðinu „Nordisk Tidende" frá New York, að dr. Kristian Schelderup væri orðinn „sannkristinn maður og brennheitur Kriststrúar prédikari", og þótti mér, sem öllum öðrum kunnug- uin norskum kirkjumálum, það mikil tíðindi. Ekkert v»r bar getið um atvik nein, sem að þessu lágu. En i blaðinu „Norsk Tidend“ frá London 15. júlí s.l. er greinilega sagt frá öllu þessu. Er aðallega stuðst við þá grein í því, sem hér segir: Dr. Kristian Sclielderup er biskupsson frá Kristjánssandi, bróðir hans, Harald Sclielderup, er háskólakennari í heimspeki, °S sjálfur varð hann um hríð háskóiakennari í trúarbragða- heimspeki í Osló. Um langt skeið hefir hann verið í fararbroddi radíkölustu guðfræðisstefnu Norðmanna, og- þótti hafa ágætan penna, en þó nokkuð oddhvassan í deilumálum. Fyrir eitthvað 15 árum kom út bók eftir liann: „Hvem Jesus var og hvad Kirken har gjort ham til“. Þar dáist Schelderup að manninum Jesú frá Nazaret og telur hann óviðjafnanlega fyrirmynd, en hafnar öllum atriðum 2. greinar trúarjátningar- innar, nema „píndur undir Pontiusi Pílatusi, krossfestur, dáinn °g grafinn". „Kirkjusmíði“ eitt, að Kristur hafi verið Guðs son- ur og frelsari manna, o. s. frv. Nokkuru síðar sótti Schelderup um útkjálkaprestakall, Værry 1 Lofoten, en kirkjustjórnin tók ekki umsókn lians til greina. Urðu um það deilur miklar bæði i blöðum og á Stórþinginu. Hassund kirkjumálaráðherra las þá upp kafla úr fyrgreindri bók, og sagði, að ekki kæmi til mála, að maður með þær skoð- anir gæti orðið prestur þjóðkirkjunnar. Seinna varð dr. Schelderup starfsmaður við Michelsens stofn- unina í Björgvin og fór að gefa út tímaritið „Fritt Ord“, þar sem oft var ráðist harkalega á kenningar kirkjunnar, bækur Hallesbys prófessors, og heittrúarstefnur norskar. Jafnframt stundaði hann Austurlanda-mál og katólska dulspeki kappsam- lega. Fyrir rúmum þrem árum stofnaði dr. Schelderup og starfs- hróðir hans, dr. Anders Wyller, svonefndan „Nansenskóla“ á Litla-Hamri i Noregi til stuðnings skoðunum „Húmanista“. Þeg- ar Þjóðverjar komu, tóku þeir hús skólans, en dr. Wyller fór til Englands til að starfa við norska útvarpið í Lundúnum. Þar veiktist hann, og hvarf þá til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og undaðist þar í júlí 1940, aðeins 38 ára að aldri. L

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.