Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 3

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 3
Kirkjuritið. Er jólakveðjur hljóma yfir höfin og helgiljóðin, enn í minni fest, eg fagna því, að fegurst jólagjöfin var fæðing hans, sem lifði og kenndi bszt. Því hvar sem ríkir efasemd og angur og ögrar lífi brim við dauðans sker, á hverjum jólum lífsins ferðalangur þar ljós í gegnum hríð og myrkur sér Hann fagnar því, að vonarljósið lifir og lýsir fram á veginn þjáðri sál. Þó dimmi loft, er himinn heiður yfir, þar hugans veröld á sitt rúnamál. Og eitt er víst, þó ár í höfin renni og eldar grandi vorri frjóu jörð, þó eignir manna og byggðir allar brenni, á bænalífið sína þakkargjörð. Þó sturluð öld með eldi vísindanna í allri veröld kyndi hatursbál, mun ávallt sigra í athöfn góðra manna sá andi, er forðum kenndi lífsins mál. Sveinn E. Björnsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.