Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 5

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 5
Kirkjuritið. Yfir Betlehemsvöllum ljóma ljós af himni, en him- neskar hersveitir Iiefja hinn mikla fagnaðarsöng, gleði- boðskapinn um fæðing frelsarans í þennan heim. Þar er þetta í: Friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. Nú höldum vér mennirnir friðarjól, hin fyrstu um nokkurra ára skeið. Mikið liefir skeð á þessum árum, og mörgum mun finnast, sem hér sé ekki um „nokkur ár“ að ræða held- ur óratíð, mannaldurs ígildi. Svo mjög hefir örlögum skipt, einstaklinga og Iieilla þjóða, að óþekkjanlegt er. En nú er aftur kominn á friður. Nú eru aftur haldin friðarjól. Nú getum vér væntanlega tekið undir söng englanna af fullri alvöru og án þess að veruleikinn skyggi á hugsjónina: Friður á jörðu, því faðirinu er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum lijá. En er ekki eins og oss vefjist tunga um tönn, þegar vér tölum um „friðinn“ á jörðu, jafnvel þó að vopna- viðskiptum sé hætt? Vér liöfum að vísu séð ýmis merki friðarins. Her- mennskubragurinn hefir dvínað á landi, í lofti og á legi. Sírennurnar hafa liætt að boða yfirvofandi loftárásir. Frændur og vinir hafa kontið heim úr fjarlægum löud-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.