Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 11

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 11
Kirkjuritið. lólagestur. Eftir séra Þórð Tómasson. I. Gangandi maður er á ferð á einni af brautunum frá kaupstaðnum yfir í ásana í rökkrinu á aðfangadags- kvöld. Það er þctt kafaldsmugga. Grundirnar eru orðn- ar mjallhyítar og þung færðin. Göngumaðurinn er grannur og ungur — og lítt búinn þrátt fyrir vetrar- kuldann. Það er eittlivað dapurlegt ýfir fasi hans og' göngulagi, eins og hann eigi ekkert mark að stefna að. Og því er einnig þannig farið. Hann á ekkert markmið annað en það að leita einverunnar — vera aleinn í rökkrinu í kafaldshríð — og finna ef til vill næturskjól í einhverju útibúsi á bóndabæ. Hann er atvinnulaus og heimilislaus, á enga vini né vandamenn og forðast nlla samfundi við fólk. Jólaannirnar höfðu verið byrjaðar i gististofu bús- vililra manna í kaupstaðnum og' flakkararnir teknir að þyrpast að um nónið. Það var þetta, sem bafði rekið bann á dyr. Hann gat ekki bafzt þar við á aðfangadags- kvöld, ekki svo að skilja, að bann teldi sig hinum fremri. Þetta voru mennirnir, sem liann bafði umgengizt dag- lega síðustu mánuðina, og sumt af þeim vandaðir menn. En á aðfangadagskvöld —! Minningarnar liöfðu orðið honum of ljósar og lifandi, söknuðurinn of beiskur. Jótin á litla heimilinu hennar mönnnu hans. Nú var allt þetta liðið. Mamma lá úti í stóra kirkjugarðinum liöfuðborgarinnar við hliðina á pabba. Engin systkin, engir ættingjar, sem hann ætti neitt saman við að sælda. Aleinn í veröldinni. Aldrei liafði hann fundið eins voða-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.