Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 22

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 22
Nóv.-Des. Vestur um haf. [Þessi ferðasaga er sett saman úr dagbók minni, og læt ég frásagnablæinn mótast af því]. Til New York. Hinn 18 júni siðastl. voru eiriir þrír dagar eftir, þangað til sextiu ára afmælisþing Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi yrði sett, og ])á sit ég enn heima, sem á að vera þar fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er komið að miðaftni þann dag. Þá loks líður að burtför. Biskupinn og son- ur lians fylgja mér til flugvallarins í Keflavík. Það fer vel á því, að ég kveðji biskupinn síðastan Austur-ísendinga, því að ég á sérstaklega að flytja vestur kveðju h'ans. Kvöldsólin stafar mildum geislum á silfurlita flugvélina, stóra 4 hreyfla flugvél. Stigi er reistur upp að dyrunum. Við göngum inn i hana, 20 frakkneskir foringjar, sem eiga að læra hermensku í New York, og ég, eini íslendingurinn. Við smeygjum okkur í vesti með súrefnisslöngum og reyrum okkur í stólana. Hreyflarnir snúast með miklum gný, og vélin hendist af stað eftir flug- vallarrennunum. Átökin vaxa, og nú hefst liún upp, hálfri stundu fyrir náttmál. Reykjanes sést allvel allt til Grindavíkur. Vitinn á Garðs- skaga blasir við. Við stígum liærra og liærra, svo að landið smækkar. Eftir skamma stund er það horfið. Við erum ofar skýj- um. Þau hrannast mjallhvít eins og undralönd, en á milli glitt- ir í sjóinn líkt og bóróttan fjörusand. Hreyfing flugvélarinnar finnst lítt eða ekki, nema þcgar liún telcur dýfur eða miðað er við bólstra, sem rísa eins og eyjar hér og livar i skýjahafinu. Þá verður mér hugsað til æfintýranna um risavaxna fugla, sem bera menn leifturhratt á vængjum sér. Sumir kunna að ætla, að það sé tilbreytingarlítið að sigla skýin. En svo er ekki, því að þau taka ótal svipbreytingum, ekki sízt nú, er kvöldar. Um stund eru þau eins og blágrár reykur, þá áþekkust hafísbreiðu, þar sem borgarísjakar risa, þá svipuð nýföllnum snjó ó jökli með djúpum sprungum. Eftir sólarlag breiðist yfir einhver draumablæja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.