Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 24

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 24
310 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Des. að ræða en að leita gistingar í borginni. En þangað eru 22 mílur enskar*) frá flugvellinum. Öll gistihús, sem ég fer til, eru full, svo að ég verð, að leigja mér aftur bíl og halda til flug- stöðvarinnar. Ætla ég að láta þar fyrirberast á beltk það, sem cftir er nætur. En einn skrifstofumannanna býðst til áð sjá mér fyrir svefnstað, og livílist ég þar um stund. Síðasta áfangann til Winnipeg gengur allt að óskum, og stíg ég þar út úr flugvélinni um miðaftan, réttum 3 sólarhringum eftir að ég tók mig upp að heiman. Fjórir landar minir eru komnir til þess að taka á móti mér: Séra Valdimar J. Eylands varaforseti Evang.-lúterska kirkjufélagsins, séra Egill Fáfnir ritari jjess. dr. Richard Beck forseti Þjóðræknisfélagsins og Grettir Jóhannsson ræðismaður. Er nú aflétt öllum áhyggjum ferðalagsins við vinarhug þeirra og hjálpsemi. Við ökum sam- an til heimilis séra Valdimars og borðum þar kvöldverð með konu lians og börnum og Pétri Sigurgeirssyni, nýkomnum suun- ■ an úr Bandaríkjum. Þá er mál að ganga til tiða í kirkju Fyrsta lúterska safnaðarins skammt frá, Tjaldbúðarkirkjunni gömlu. Þar liafði ég prédikað á vígsludegi liennar fyrir tæpum aldar- þriðjungi. Margt er í kirkju, og hitti ég nú fornvin minn dr. Harald Sigmar, forseta Kirkjufélagsins. Kór kirkjunnar er skipaður söngflokki í svörtum skrúða, konur liafa hvítan kraga um hálsinn. Söngurinn er fallegur og þróttmikill, Póll Bardal þingmaður stjórnar, en Snjólaug Sigurðsson leikur undir. Séra Valdimar þjónar fyrir altari, en séra Egill stígur i stólinn og flytur prédikun út af orðunum: Kristur leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta i fót- spor hans. Öll er guðsþjónustan hátíðleg, en hátíðlegust þó, er tíður að lokum hennar og kirkjuþingsfulltrúar og annað kirkju- fólk safnast að altarinu og neytir kvöldmáltíðarsakramentisins. Augu allra horfa til Kristlíkans Thorvaldsens á altarinu, er breiðir út hendur. Sjá þau ekki einnig veruleikann á bak viö? Þetta er heilög stund, er hver hringurinn af öðrum krýpur við altarið. Að messu lokinni setur forseti kirkjuþingið og flytur skýrslu sína um starf félagsins ó iiðnu ári. Hann býður mig velkom- inn, og ég ávarpa þingið nokkrum orðum. Dagur er að kveidi kominn. Ritari hvetur menn til að sitja jhngið vel næstu daga, og megi engir víkja af því án leyfis forseta. „Nefndir eiga að *) Þegar mílur verða nefiular hér eftir, er alltaf ótt við ensk- ar mílur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.