Kirkjuritið - 01.12.1945, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.12.1945, Qupperneq 47
Kirk j uritiÖ. Vestur um liaf. 333 sjáum við aðeins ský á stangli eins og hverareyki og gufumekki. Siðan verður samfellt skýjabelti, en ])ó sjást enn fjallatindarnir. Seinast hverfa þeir flestir í þokuliafinu. Við og við sjást þó nýir gnæfa upp úr. Eftir tæpar tvær stundir erum við komin yfir fjallgarðinn, lækkuin flugið og losnum við grímurnar. Un- aðsjón blasir við, sem minnir á ísland: Hafið, hafið, fossar og fjallshlíð, ár og hvanngrænar skógarbrekkur. Allt er þó enn hærra og stórfenglegra. Niður, niður, og mig tekur að verkja í eyrun. Fyrr en varir snerta flugvélarhjólin jörðina. Við erum lent í Vancouver. Kl. er 9. Nú þarf að hafa liraðan á. Og það er gjört. Hálfdan Þorláksson, safnaðarforseti og ræðismaður, og Bjarni Kolbeins skipasmiður bíða min i bíl, aka mér heim til konsúlsins, þar sem dagverður er á borðum, og síðan eftir skamma stund af stað suður, í áttina til Blaine. Frú konsúlsins er með og sonur þeirra, glöð og skemmtileg. Blaineþorp er í Bandaríkjunum, svo að töf lilýtur að verða einhver við landamærin, og öll leiðin er 32 mílur. Við komum i tæka tíð og göngum þegar til kirkju. Hún er alskipuð fólki. Báðir íslenzku söfnuðirnir í Blaine eru þar, og ég geng méð báðum prestunum inn i kórinn. Söngur er afbragðsgóður, og stjórnar Sigurður tónskáld Helgason, Helgasonar. Séra Guð- mundur Johnson þjónar fyrir altari, en við séra Albert Ivrist- jánsson höldum ræður. Ég mun aldrei gleyma stundinni, sem ég á i þessari fögru' íslendingabyggð. Að visu er hún mikils til of stutt — ég fæ aðeins tíma til að 'taka í höndina á sumum vina minna úr Vatnabyggðum — en einingin og samhugurinn með þessu fólki öllu vekur aðdáun mína, og það ekki aðeins við guðsþjónustuna, heldur einnig i samsæti, sem mér er haldið á eftir. Þar tala meðal annars forsetar safnaðanna, Mr. Dani- elsson fyrrum þingmaður og síðast en ekki sízt báðir prest- arnir. Þeir leggja megin álierzluna á boðorð Krists: Allir eiga þeir að vera eitt. Allir kristnir inenn eiga að þjóna hverir öðr- um í kærleika. Djúpið, sem myndaðist milli safnaða íslendinga fyrir mörgum árum, verður að brúa. Já, meira en það, það verður að liverfa algerlega. Og nú er einlæg viðleitni hafin i þá átt á báðar hliðar. Guð gefi henni fullan sigur. Mér þykir fyrir því að geta ekki verið lengur með löndum mínum í Blaine, en áætlun mín er ströng, og henni verður að fylgja ná- kvæmlega. Um kvöldið á ég að flytja prédikun og erindi suður i Seattle, og þangað eru 115 mílur. Við erum 4 i bílum. Fóstursonur þingmannsins við stýrið og kona hans við hlið honum. Við Sigurður Helgason i aftursæti,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.