Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 47

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 47
Kirk j uritiÖ. Vestur um liaf. 333 sjáum við aðeins ský á stangli eins og hverareyki og gufumekki. Siðan verður samfellt skýjabelti, en ])ó sjást enn fjallatindarnir. Seinast hverfa þeir flestir í þokuliafinu. Við og við sjást þó nýir gnæfa upp úr. Eftir tæpar tvær stundir erum við komin yfir fjallgarðinn, lækkuin flugið og losnum við grímurnar. Un- aðsjón blasir við, sem minnir á ísland: Hafið, hafið, fossar og fjallshlíð, ár og hvanngrænar skógarbrekkur. Allt er þó enn hærra og stórfenglegra. Niður, niður, og mig tekur að verkja í eyrun. Fyrr en varir snerta flugvélarhjólin jörðina. Við erum lent í Vancouver. Kl. er 9. Nú þarf að hafa liraðan á. Og það er gjört. Hálfdan Þorláksson, safnaðarforseti og ræðismaður, og Bjarni Kolbeins skipasmiður bíða min i bíl, aka mér heim til konsúlsins, þar sem dagverður er á borðum, og síðan eftir skamma stund af stað suður, í áttina til Blaine. Frú konsúlsins er með og sonur þeirra, glöð og skemmtileg. Blaineþorp er í Bandaríkjunum, svo að töf lilýtur að verða einhver við landamærin, og öll leiðin er 32 mílur. Við komum i tæka tíð og göngum þegar til kirkju. Hún er alskipuð fólki. Báðir íslenzku söfnuðirnir í Blaine eru þar, og ég geng méð báðum prestunum inn i kórinn. Söngur er afbragðsgóður, og stjórnar Sigurður tónskáld Helgason, Helgasonar. Séra Guð- mundur Johnson þjónar fyrir altari, en við séra Albert Ivrist- jánsson höldum ræður. Ég mun aldrei gleyma stundinni, sem ég á i þessari fögru' íslendingabyggð. Að visu er hún mikils til of stutt — ég fæ aðeins tíma til að 'taka í höndina á sumum vina minna úr Vatnabyggðum — en einingin og samhugurinn með þessu fólki öllu vekur aðdáun mína, og það ekki aðeins við guðsþjónustuna, heldur einnig i samsæti, sem mér er haldið á eftir. Þar tala meðal annars forsetar safnaðanna, Mr. Dani- elsson fyrrum þingmaður og síðast en ekki sízt báðir prest- arnir. Þeir leggja megin álierzluna á boðorð Krists: Allir eiga þeir að vera eitt. Allir kristnir inenn eiga að þjóna hverir öðr- um í kærleika. Djúpið, sem myndaðist milli safnaða íslendinga fyrir mörgum árum, verður að brúa. Já, meira en það, það verður að liverfa algerlega. Og nú er einlæg viðleitni hafin i þá átt á báðar hliðar. Guð gefi henni fullan sigur. Mér þykir fyrir því að geta ekki verið lengur með löndum mínum í Blaine, en áætlun mín er ströng, og henni verður að fylgja ná- kvæmlega. Um kvöldið á ég að flytja prédikun og erindi suður i Seattle, og þangað eru 115 mílur. Við erum 4 i bílum. Fóstursonur þingmannsins við stýrið og kona hans við hlið honum. Við Sigurður Helgason i aftursæti,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.