Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 53

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 53
Kirkjuritið. Séra Friðrik Hallgrímsson dómpróf. Hann fær nú lausn frá em- bætti í þessum mánuði eftir 47 ára prestsþjónustu austan hafs og vestan. En sístarfandi mun hann verða áfram að hugðarmálum sínum engu að síður. Um prestsstarf hans munu allir sanngjarnir menn sammála, að hann hafi unnið það af mikilli prýði, einkum hefir hann verið frábær fræð- ari og leiðtogi barna og ungl- inga. Það var aðdáunarvert, er hann stofnaði fyrir fáum árum pilta og stúlkna. félag Dómkirkjusafnaðarins, og haf- ir hann verið lífið og sálin í þeim félagsskap allt til þessa dags. Séra Friðrik er mjög vinsæll maður og því meir metinn sem menn þekkja hann betur. Þótt hann sé orðinn 73 ára, er yfir honum einkennilegur æskuþróttur. Lundin er létt, hug- urinn hreinn og hjartað gott. Kirkjuritið samfagnar honum yfir miklu og göfugu starfi að baki og óskar honum og ástvinum hans blessunar Guðs. Á. G. Nemendur í guðfræðisdeild Háskólans. Þessir eru skráðir nemendur i gu'ðfræðisdeild Háskólans: Bjartmar Kristjánsson. Jóhann Hliðar. Sverrir Sverrisson. Sig- urður Pétursson. Andrés Ólafsson. Emil Björnsson. Kristinn Hóseasson. Arngrímur Jónsson. Helgi Tryggvason. Hermann Gunnarsson. Kristján .Bjarnason. Þorsteinn Valdimarsson. Þór- arinn Jónas Þór. Sverrir Haraldsson (prests Þórarinssonar). Ennfremur stundar guðfræðinám í deildinni Emil Guðmunds- son, frá Lundabyggð í Manitoba, Borgfirðingur að ætt, en bor- inn og barnfæddur vestra. Frásagnir um fundi Prestafélagsins og binn almenna kirkju- l'nnd verða birtar í næsta befti, sem kemur út skömmu eftir ára- mótin.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.