Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 55

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 55
KirkjuritiS. Ljúsið írá Kristi. Les: Efes. 5,8b—20. Hann elskaði ljósið, postulinn mikli, sem skrifaði þetta — ljósið og allt það í lifi mannanna, sem á skylt við ljósið og' birtuna. En jafn einlæglega liefir hann liatað myrkrið og öll myrkraverk. Hann er ekki lin- mæltur eða loðmæltur um mismun góðs og ills. Hann veit, að honum her að tala af Guðs liálfu. Hann segir því skoðnn sína og sannfæring berum orðum, en vefur hana ekki í margfaldar umbúðir marklausra orða. Hann lítur svo á, að þeir, sem vinna myrkraverk, megi gjarnan lirökkva við og finna til. Og liann er held- ur ekki feiminn við að minnast á galla á félags- og samkvæmishfi mannanna, eins og vér lieyrum. ÖIl orð postulans, þau er vér heyrðum, sýna það ó- tviræðlega skýrt, að ekki er það vandalaust að lifa kristilega í þessum heimi. Það er oss tiltölulega vanda- lanst að játa i orði hinni postullegu trúarjátning lið fyrir lið. Það er oss líka tiltölulega vandalaust að segia: Eg vil hafa hreinan kristindóm og ákveðinn, hvað kenn- inguna snertir, engan afslátt í trúfræðinni Ég fullyrði, að það er oss tiltölulega vandalaust að segja þetta og jafnvel samþykkja þetta, og stend við þá fullyrðingu. Það er tiltölulega vandalaust að tala kristilega. En það er ekki vandalaúst að gjöra það, sem postulinn kallar að „hegða sér eins og börn ljóssins“, að lifa kristilega, láta meðbræður sína sjá og finna levnt og ljóst sitl kristilega, hreina, heilbrigða og lastvara líferni, sýna þannig i framkvænid kristilegt hugarfar, einskæra góð- vild, réttlæti og sannleika. Af því að þetta er ekki vanda-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.