Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 62

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 62
348 Friðrik A. Friðriksson: Nóv.-Des. vitinn látinn sprengja púðurklefann og sjálfan sig í loft upp? Eða gera stórþjóðirnar samning um meðferð atóm- kraftarins, eiiis og um eiturgasið, svo að stríðslávarð- arnir þurfi ekki að láta af sinni gömu íþrótt? Eða — verður liann virkjaður, til vinnuléttis og efnasparnað- ar öllu mannkyni, og honum þá jafnframt leyft að um- bylta gjörsamlega ölln hagkerfi þess og menningar- formum? Ég get því miður ekki tekið að mér að svara þessum spurningum. En eina athugasemd langar mig til að gera, siðfræði- legs eðlis, og þó aðeins i spurningarformi: Er hugsanlegt að mannkynið fái varanlegan frið fvr- ir það eitt, að það hræðist sín eigin illverk og ófarnað? Væri eiginlegum tilgangi mannlífsins fullnægt með friði, sem fengist án innri réttlætisþroska? Eða mætti maður vera svo bjartsýnn að hugsa sér, að háttaskiptin ein — þótt af lægri hvötum væru — gætu orðið að hvataskiptum, líkt og virðist liafa gerzt, t. d. með Is- lendingum, sem voru búnir að fá viðbjóð á mannvíg- um og' styrjöldum — þótt víkingaættar væru — eftir að þeir höfðu útilokazt frá slíku atferli öldum saman? Vonlaust er það ekki. -— — II. Eitt er það, sem gera mætti ráð fyrir, að nú valdi tima- mótum, en verður þó ekki talið til sjáanlegra atburða né lieyranlegra tiðinda. Ég á við nýjan, almennan skiln- ing á sambandi trúar og siðgæðis. Hér er um að ræða eitt hið veigamesta úrlausnarefni mannvits og menn- ingar. Það er sannfæring kirkjunnar manna — annars væru þeir ekki kirkjunnar menn —að samband trúar og sið- gæðis svari til akurs og ræktunar, annarsvegar, en til uppskeru, hinsvegar, og það því meir, sem mönnum vex vit og samkvæmni i hugsun og hegðun. Þessi sannfær-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.