Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 65

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 65
Kirkjuritið. Tímamót. 351 að með dálítið öðrum liætti. Vissulega þurfum vér tíma- mót trúarlegrar einingar. Og vér þurfum, í öðru lagi, tímamót nýrrar vakandi og djarfliuga safnaðarvitundar. í því efni vil ég henda á erindi séra Björns 0. Björnssonar, er hann flutti á hér- aðsfundinum að Ljósavatni næstliðinn sunnudag, og væntanlega kemur fyrir ahnenningssjónir. Merkur Vestur-lslendingur flutti ekki alls fyrir löngu erindi á sýnódus, og lét svo um mælt, að ekki yrði ann- að séð, en að heimaþjóðin væri yfirleitt áhugalaus um félagslegan kristindóm. Og fjöldi erlendra manna hefir liaft orð á þessu og undrast það. Oft er við þvi varað — líklega með réttu — að dæma trúarþel íslendinga eftir dæmalausu sinnuleysi þeirra um kirkjuleg efni. Þeir séu of dulir lil að tjá sig um trú sína. Vist er um það, að afstaða almennings lil kirkjunnar er svo órök- ræn og sjálfri sér ósamkvæm, að óvirðulegt má kalla. Því nær allir þjóðþegnar leita kirkjulegrar þjónustu, þegar svo her undir. En meginþorri þeirra synjar liins- vegar kirkjunni um þá þjónustu, sem henni her og hún þarf með, til þess að hún geli unnið verk sitt gagnsam- lega- og virðulega. Ekki virðist íslendinga skorta djörfung og fórnfýsi, þegar þeir taka pólitíska trú. Þá og' þar er safnaðarvil- und þeirra glaðvakandi. Úr því að þeir eru nú gæddir þessum mannkostum, og úr því að þeir vilja yfir höf- uð nokkuð hafa af kirkju að segja, væri það þá nokk- ur ofrausn, að þeir létu líka málstað Krists njóta mann- kostanna. Hversu oft og' réttilega sem vitnað er í þau orð Meistarans, að ekki muni liver sá, er við hann segir: Herra, herra, innganga í himnaríki, þá haggar það ekki þeirri staðreynd, að hann beint bauð að kannast við sig fyrir mönnum. 1 þriðja lagi þurfum vér á nýrri tíð menn og konur, leika og lærða, þar á meðal ekki sízt presta, sem kunna tökin á fræðslutækni. A síðari árum hafa nokkur erindi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.