Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 68

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 68
354 Friðrik A. Friðriksson: Nóv.-Des. fundið, að ég' mundi hafa gott af þvi að hafa ofurlítið meira aðhald um klerklegar vinnuvenjur. Flestir vilj- um vér gera skyldu vora. En liælt er við, að ýmislegt slæðist að og skyggi á skylduna, ef aðgál og aðliald vantar. Ég held, að ég muni það rétt úr fyrirlestrum Haralds heitins Níelssonar, að ,,vígður“ þýddi upphaflega: ,,frú- tekinn frá öðrum störfum“. Merkingin er enn nokkurn veginn hin sama. Játa ber, að ekki er það með öllu hættu- laust að gera mjög skarpan greinarmun á veraldlegu og andlegu starfi. Hin afar-frjálslynda lúterska kenn- ing um almenna prestsdóminn er í sannleika ágæt. Og alltaf er þó presturinn fyrst og fremst venjulegur mað- ur — maður með mönnum. Engu að síður verður það ekki umflúið, að þetta: „vígður“, „helgaður“ hefir mjög ákveðna og bindandi merkingu. Vissulega eru nú svo greinileg tímamót í lífi þjóða og mannkyns, að lengi mun sagan á þan benda, — ef á sögu þarf að lialda. Framtíðin leiðir þá í ljós hið hulda innihald þeirra, bæði það, sem liáð er mannleg- um afskiptum og' hitt, sem yfir þau er hafið. Nú er sérstakt tækifæri til að rifja upp fyrir sér hin- ar gömul goðsagnir um Lucifer, Promethevs og' Loka, hinar fornu táknmyndir, hinn ævagamla grun mann- kynsins og beyg um það, að jafnvægi milli góðleiks og þekkingar kunni að raskast. Sú fregn berst — og' er enda sennileg — að smiðir atómsprengjunnar beri í brjósti ugg nokkurn út af sínu glæsilega afreld; að þeir óttist, að þekkingarlinýsnin hafi leitt of langt; að þeir kunni að hafa ruðzt inn fyrir vébönd hins heilaga og hrifsað lil sín leyndardóma, sem Guði einurii ber að þekkja; að þeir hafi þannig lagt mannkyninu á herðar ábyrgð og jafnvel sekt, sem örðugt geti orðið undir að rísa. Ekki eru menn þessir þó neinir heiglar eða skraf- skjóður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.