Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 6

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 6
186 Aldarafmæli Prestaskólans. Júlí-Okr. Magnús Jónsson, Ásmundur Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Björn Magnússon og Sigurbjörn Einarsson- Er margs að minnast af starfi Prestaskólans og guð- fræðideildar Háskólans á liðnum hundrað árum, og gefur Prestafélag Islands út í tilefni af afmælinu mikið minningarrit í tveimur bindum, sem nefnist: íslenzkir guðfræðingar 1847—1947. Saga Prestaskólans og guð- fræðideildar Háskólans og kandidatatal- Hefir séra Benjamín Kristjánsson ritað yfirlit yfir sögu Presla- skólans og guðfræðideildar en Björn Magnússon, dó- cent, tekið saman kandidatatalið. 1 ritinu eru myndir af öllum íslenzkum guðfræð- ingum l'rá þessu tímabili, sem náðst befir til, er og greint frá lielztu æviatriðum þeirra. AHALFUNDUR PRESTAFÉLAGS SUÐURLANDS. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn að Þing- völlum dagana 31. ágúst og' 1. september s. 1. Fundurinn hófst síðara hluta sunnudags 31. ágúst með guðsþjónustu í Þingvallakirkju. Séra Garðar Svavarsson þjón- aði fyrir altari, en séra Sveinn Víkingur prédikaði. Síðar um kvöldið flutti séra Valdemar J. Eylands erindi um kirkjulíf Vestur-íslendinga. Aðalmál prestafundarins var: Fermingin og fermingarundir- búningur, og höfðu þar framsögu séra Arngrimur Jónsson í Odda og séra Jakob Jónsson. Séra Sigurður Pálsson sagði fréttir af allsherjarþinginu í Lundi. Ennfremur flutti séra Jóhann Hanncsson þýddan kafla úr fyrirlestri eftir prófessor Karl Barth. Stjórn Prestafélagsins var öll endurkosin, en hana skipa: séra Hálfdán Helgason prófastur ó Mosfelli, formaður; séra Sigurður Pálsson í Hraungerði, ritari, og séra Garðar Svavars- son í Reykjavík, gjaldkeri. Um tuttugu prestar sóttu fundinn. Lauk honum með altaris- göngu í Þingvallakirkju.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.