Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 10

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 10
190 Páll Þorleifsson: Júlí-Okt. sina; en ekki steinrunnuni trúarlærdómum, elcki á því siðgæði, sem liorfir með vanþóknun á ávirðingar ann- ara, en gleymir eigin vanþroska, ekki á lærdómum né speki neins hverfuls tíma, heldur á auðmýktinni, á þvi dásamlega auga, sem skynjar dýrð himinsins ofar nótt jarðarinnar, á næmleik þess eyra, sem heyrir endur- óm æðri söngva handan við klið hvers dags, sem i lotningu og tilbeiðslu krýpur, livar sem fegurð, mann- göfgi og guðlegur kraftur nær að birtast. Kristur hyggði kirkju sína ekki á samþykktum neinna kirkjuþinga, livorki á nýrri né gamalli guðfræði, ekki á óskeikulleik neinna trúarjátninga, heldur á þeim undursamlega hæfileika mannsálarinar að geta hrif- ist af því guðdómlega og þvi heilaga, á gáfu þess djúp- sæis, sem skynjað fær dýi’ð þess himneska baki því hverfula og jarðneska. Kirkja grundvölluð á þessum meginskoðunum get- ur aldrei liðið undir lok. Ytra skipulag kirkju Krists getur riðað til falls, bagall og mítur rokið út í veður og vind, biskupskápan, skrúðinn og prestlegur bún- ingur orðið finnanlegur aðeins á söfnum, sjálft kirkju liúsið getur líka breytzt á ýmsa vegu, en samt mun kirkjan sjálf, innsti og sannasti kjarni liennar alltaf standa, af því að hún er reist á þeim kletli, sem brotsjóir engra alda fá hil'að, sjálfu hjarta mannsins, gæddu trúarþrá, þyrstu í nálægð þess guðlega, með mátt lil að hrífast af fegurð, af hreinleik, af stórum, dýrlegum hugsjónum. Innan veggja slíkrar ódauðlegrar kirkju mun Jesús starfa um aldir. Hann mun ganga þar hljóðum, ó- sýnilegum skrefum, koma þangað oft um nótt, líta jiangað inn á sárum stundum sorgarinnar, þá með huðk dýrra lækningasmyrsla í höndum. Hann mun einnig koma, þegar vor er í lofti og ilmur gróanda í hverri átl, koma þangað með söng', með nið leysinga- vatna og ærsl heitra júnídaga. — Til einnar lcynslóðar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.