Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 16

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 16
196 Prestastefnan 1947. Júli-Okt. En þó þarf mjög að auka þetta starf. Líf og framtíð kirkjunnar er undir þvi komið. Ég hefi áður lagt á- lierzlu á, að markmið vort ætti að vera það, að kristi- legur félagsskapur fyrir æskuna yrði til í hverri ein- ustu sókn í landinu. Þá þarf ekki að óttast framtíð kirkjunnar né þjóðarinnar. — En vér höfum enn ekki fyllilega sameinast um þá hugsjón. Margir óttast erf- iðleikana. Ég sé þá ekki. — Ég get fullvissað ykkur um, að ef þeir eru til staðar, hjaðna þeir og eyðast fyr- ir brennandi áhuga. Samhuga trúaðir menn eru sterlc- asta aflið í framsókn þjóða. Þeir þurfa ekki að vera margir — en sannir, brennandi i anda, með eilt í liuga. Það var falleg umsögn, sem ég heyrði af vörum bónda úr afskekklu prestakalli, fyrir nokkrum dögum. „Prestur okkar,“ sagði hann, „er jafn duglegur og áhugasamur á livaða sviði sem er. Hann er leiðtogi okkar og fræðari. Þegar erfitt er eða sorgin ríkir, för- um vér til hans. Hann er líka forystumaður í verald- legu málunum. — Ef við misstum liann, held ég, að við flyttum allir úr sveitinni.“ íslenzku prestarnir bera enn uppi að stórum hluta menningu þjóðarinnar. Og þeim er trúað fyrir fjár- sjóðum, sem dýrastir eru í þessum heimi. Þeim er falið að varðveita, og birta þann sannleika, sem frels- ar þjóðina. Verum samhuga um að liefja ljósið á ljósastikuna, svo að það lýsi öllum, sem eru í húsinu. Samherjar og vinir, verið velkomnir til synodus- starfa. Þá vil ég, svo seni venja er til, skýra frá Yfirlitsskyrsla meginatriðum varðandi hag og starf islenzku biskups. kirkjunnar á liðnu synodusári. Skal þá fyrst minnast látinna embœttisbræðra vorra. Á árinu liefir enginn þjónandi prestur kirkjunnar andazt. Aft- ur á móti eigum vér á bak aS sjá aS þessu sinni þrem fyr- verandi prestum, þeim séra Ásmundi Gíslasyni f. presti aS

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.