Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 18

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 18
198 Prestastefnan 1947. Júlí-Okt. aðist 28. nóvember 1939. Hann var prófastur í Rangárvalla- prófastsdœmi frá 1926—1941. Hann andaðist í Fellsmúla 21. jan. s. 1. Með séra Ófeigi Vigfússyni er hniginn til moldar einn hinna mætustu og læröustu klerka landsi'ns, vinsæll í söfnuðum sín- um svo að af har og g'egndi fjölda mörgum trúnaðarstörfum i byggðarlagi sínu. Hann ritaði og um skcið allmikið í blöð og tímarit. Hann var héraðshöfðingi og leiðtogi safnaða sinna bæði í andlegum og veraldlegum skilningi, heitur og einlæg- ur trúmaður, grandvar og góðgjarn. Minningu þessa sæmdarmanns og dygga sonar kirkjunnar viljum vér votta virðingu vora og' þökk með því að rísa úr sætum. Séra Bjarni Hjaltested var fæddur í Reykjavík 10. júní 1868, sonur .Bjarna Hjaltested járnsmiðs og konu hans Guðríðar Eiríksdóttur. Hann varð stúdent 1888 og lauk guðfræðiprófi við Kaupmannahafnar-háskóla 1902. Hinn 26. apríl 1903 vígð- ist liann aðstoðarprestur til séra Jóhanns Þorkelssonar dóm- kirkjuprests í Reykjavík og starfaði sem prestur i 6 ár. Síðan iét hann af prestskap, en stundaði kennslustörf í Reykja- vík. Hann var kvæntur Önnu Berntsen málarameistara í Kaup- mannahöfn. Séra Rjarni andaðist í Reykjavík 17. júli fyrra árs. Séra .Bjarni Iljaltested var hvers manns hugljúfi, prúður og grandvar, söngmaður ágætur og glaður og reifur í vinahóp. Minningu hans vottum vér virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Ennfremur lézt á árinu séra Jens S. Benediktsson blaðamað- ur, aðeins 37 ára að aldri, f. 13. ág. 1910. Hann varð kanídat i guðfræði vorið 1942 og var vígður 23. ág. sama ár, sem sett- ur prestur að Hvammi í Laxárdal, en fluttist ekki þangað norður. Fékk lausn frá prestsskap skönnnu síðar og gerðist blaðamaður í Reykjavík. Hann lét eftir sig ekkju og tvö ung börn. Bið ég yður að votta henni og ástvinum lians sannið yðar og' virðing minningu lians með því að rísa úr sætum. Á synodusárinu hafa látizt fjórar prófasts- og prestaekkjur. Margrét Sigurffardóttir ekkja séra Jóns Pálssonar f. prests að Höskuldsstöðum og' prófasts í Húnavatnsprófastsdæmi. Hún lézt að heimili sínu Sólbakka á Skagaströnd 2. febrúar s.l. Frú Margrét var fædd 16. október 1867, dóttir Sigþrðar bónda Finnbogasonar að Þverá í Hallárdal og konu hans El-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.