Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 24

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 24
204 Prestastefnan 1947. Júlí-Okt. og ekki lengur i samræmi við verðlagið í iandinu. i annan stað voru svo ákvæði hinna eldri laga um hýsingu prestsetra orðin úrelt og áttu ekki við hina hreyttu tíma. Þetta leiddi til þess að í samráði við þáverandi kirkjumála- ráðherra voru lögin um hýsingu prestssetra endurskoðuð og nýtt frumvarp um það efni iagt fyrir Alþingi, er síðan varð að lögum, með litlum breytingum. í 'þeim lögum er reynt að þræða meðalveg þannig, að liækkuð eru afgjöld eldri prests- seturshúsa í samræmi við aukna dýrtíð og sett ákvæði um þau liús, sem byggð hafa verið og byggð verða á verðbólgu- tímunum án þess að þyngja prestunum í greiðslum úr hófi fram. Jafnframt eru fyrningarsjóðir prestsseturshúsanna efld- ir með árlegu framlagi úr ríkissjóði, svo að þeir eettu að verða færir um að standa undir kostnaði við endurbygging- ar prestssetranna, er stundir liða fram. Þá eru og í lögum þessum víðtækari og skýrari ákvæði um byggingu útihúsa á prestssetrum en var í liinum eldri lögum. Loks má nefna það ákvæði iaganna, sem vafalaust er til mikilla bóta, að á næstu fimm árum er ætlazt til að atlmguð verði gaumg'æfilega öll prestssetur landsins og gerður skipu- lagsuppdráttur að væntanlegum byggingum þar. En til þessa hefir víða brostið allmjög á um það, að hentuglega og skipu- lega hafi verið fyrir komið byggingum á hinum ýmsu prests- setrum. Svo er til ætlazt, að lög þessi komi til framkvæmda í þess- um fardögum en sennilega verður þó ekki hægt að reikna út gjöld hinna ýmsu presta fyrr en lengra kemur fram á sumarið. Til þess að gefa yður ofurlitla Iiugmynd um hin árlegu gjöld af prestsseturshúsunum samkvæmt hinum nýju lögum, skal geta þess, að af húsunum reistum fyrir 1930 verður ár- gjaldið liæst 400 kr. á ári og er þá fyrningarsjóðsgjald með- talið. Á þetta greiðist verðlagsuppbót, og er því gjald þetta, eins og nú er, alls rúmlega kr. 1200.00 á ári. Af kostnaðarverði þeirra prestsseturshúsa, sem yngri eru en frá 1939 eru 3/5 hlutar kvaðalaus styrkur. En af 2/5 hlut- um deildum með byggingavísitölu þess árs, þegar húsið var reist, greiðir presturinn árlega 3Vs% auk fyrningarsjóðs- gjalds og vísitölu á þá upphæð. Segjum að prestsseturhús kosti fullbyggt 160 þúsund krón- ur. Er þá styrkur til byggingarinnar 3/5 kostnaðarverðs eða kr. 90 þúsund. Afganginum kr. 64 þúsundum er deilt með byg’gingarvísitölu, og sé hún 400 verður hinn afgjaldsskyhli

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.