Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 26

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 26
Prestastefnan 1917. Júlí-Okt. 206 skólans og kennslu, eftir því sem við verður komið. Er ekki að efa að hér er um liið mcsta nytja- og nauðsynjamál að ræða, enda fékk það mjög góðar undirtektir i Efri deild, þar sem það var borið fram. Því miður varð ])ó málið ckki útrætt á þinginu, og olli þar um einkum annir í þinglokin svo og nokkur andstaða af hálfu einstakra þingmanna. Vonandi verður mál þetta afgreitt á næsta þingi. Frumvarp um afnám prestskosninga lá einnig fyrir þessu nýafstaðna þingi, en varð ekki útrætt. Um það mál munu vera mjög skiptar skoðanir, bæði innan þings og utan. í prestastéttinni mun cinnig vera nokkur skoðanamunur i því máli. Við hljótum að viðurkenna, að þrestskosningum eins og öllum öðrum kosningum, fylgja verulegir gallar og margs- konar óþægindi og leiðindi, sem gott væri að vera laus við. Hinsvegar mun það vera svo, að margir söfnuðir landsins munu ófúsir á að láta af hendi þann almenna íhlutunarrétt um prestaval, sem þeim er með prestskosningarlögunum í hendur fenginn, og ég óttast, að það mundi baka kirkjunni og prestastéttinni nokkrar óvinsældir, ef við sjálfir gengjum fram fyrir skjöldu, til þess að krefjast þess að landslýður yrði sviptur l)essum réttindum sínum. Eg verð ennfremur að telja vafasamt, að það værd heppilegt fyrir kirkjuna að leggja þennan rétt í hendur pólitísks kirkju- málaráðherra, sérstaklega meðan málin standa þannig, að við höfum ekki sérstakan kirkjumálaráðherra með sérstakri þekk- ingu og áhuga á þeim málum, né heldur sjálfstætt kirkjumála- ráðuneyti. Meðan kirkjumálaráðherraembættið er falið ein- hverjum ráðherranna sem aukastarf, er engin ti'ygging fyrir því, að sá maður, sem með kirkjumálin fer á hverjum tíma, sé áhugamaður um kirkjuleg málefni og hann getur jafnvel verið kirkjunni beinlinis andstæður, og tilheyrt öðru trúar- félagi, eða jafnvel engu. Sagan sýnir og, að svipaðar leiðir og í frv. er gert ráð fyrir liafa áður verið reyndar hér á landi, en ekki þótt gefast vei og því verið horfið frá þeim. i>oks er ])ess að geta, að löngum hafa mismunandi trúmála- stefnur verið uppi í kirkjunni hæði liérlendis og erlendis. Með kosningu presta, ætti að vera jafnan nokkur trygging l'yrir því, að söfnuðir fengju þann prest, er fylgdi svipaðri trú- málastefnu og' meiri liluti safnaðarins, og verð ég að telja það eðlilegt og sanngjarnt. Hinsvegar er engin trygging íyrir þessu, ef presturinn yrði skipaður af ráðherra, án íhlutunar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.