Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 32

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 32
212 Prestastefnan 1947. Júlí-Okt. fyrirmyndar öllum um þá einingu, sem lieimurinn hefði nú sára þörf fyrir. Ræðu bisku])s var hið bezta tekið og iinig'u ræður prestanna síðan mjög til söniu áttar. Bar liann síðan fram ályktun, sem prestastefnan samþykkti, svo að segja einum rómi, og var á- lyktunin þessi: „Prestastefna íslands 1947 brýnir alvariega fyrir öllum þeim, sem kirkju og kristindómi unna, að láta ekki trúmálaágreining, eða trúmálastefnur hindra friðsamlegt jákvætt starf í kristin- dóms- og kirkjumálum. Lítur prestastefnan svo á, að fullkomið bugsana- og skoðunarfrelsi eigi að ríkja í kirkju íslands, á grundvelli opinberunar Jesú Krists, orða bans, anda og fyrir- myndar, og að eitt hið mikilvægasta skilyrði fyrir vexti, fram- för og blessunarríkum áhrifum kirkjunnar á líf kynslóðanna sé það, að þjónar liennar breyti og starfi i samræmi við ein- ingarhugsjón Krists, er felst í orðum lians: „AUir eiga þeir að vera eitt“. Næstur tók til máls prófessor Ásmundur Guðmundsson, gerði hann ítarlega grein fyri J)eim höfuðkennisetnungum guðfræð- innar, sem einkum er ágreiningur um. Hann fagnaði þeirri fjölbreytni, sem kemur fram í J)ví, að skoðanir skiptast, en taldi hitt fjarstæðu, að hún yrði Þrándur í Götu hróðurlegu samstarfi. Kristur væri einingartáknið mikla, ])ótt skoðanir skiptust á ýmsa lund. Umræður stóðu með miklu fjöri allan daginn og voru all heitar á köflum og tóku þessir prestar J)átt í þeim: Björn Magnússon, dósent; SigUrbjörn Einarsson, dósent; Magnús Run- ólfsson; Jakob Jónsson; Pétur Magnússon; Leó Júlíusson; Sig- urður Norland; Þorsteinn Jóhannesson; Magnús Guðmundsson; Jóhann Ilannesson; Jón Auðuns; Sigurbjörn Á. Gíslason; Árni Sigurðsson; Helgi Sveinsson; Stefán Eggertsson; Sigurjón Árna- son; Guðmundur Einarsson; og Helgi Konráðsson. Aðrar samþykktir prestastefnunnar: A. Með tilvísun til samþykktar á síðasta Alþingi í sambandi við frumvarp um kirkjubyggingar, skorar Prestastefna íslands á kirkjustjórnina, að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga, er tryggi ríflegan styrk af ríkisfé til kirkju- bygging'a í landinu. Lítur Prestastefnan svo á, að það sé söfnuðum landsins fjárhagslega ofvaxið, að endurbyggja kirkj- urnar sómasamlega, án stuðnings frá l)ví opinbera, enda eigi þjóðkirkjan réttmæta sanngirniskröfu til rikisins um slíka að- stoð. Telur Prestastefnan svo aðkallandi nauðsyn að fá end- anlega skipun á kirkjubygging'amálin i landinu, að það megi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.