Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 33

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 33
Kirkjuritið. Prestastefnan 1947. 21.3 með engu móti dragast lengur, og væntir þess fastlega, að næsta Alþingi sjái sér fært, að afgreiða lög um þessi efni, er geri söfnuðunum mögulegt að hefjast handa um endurbygging- ar kirknanna, sem mjög viða ]>olir ekki lengri hið. •B. Prestastefna íslands telur, að hin lög'ákveðnu sóknarg'jöld séu allsendis ófullnægjandi til þess að greiða árleg útgjöld kirknanna, og skorar á næsta Alþingi að samþykkja ný lög, er tryggi kirkjunum nauðsynlegar reksturstekjur. Ennfremur lítur Prestastefnan svo á, að ekki verði lengur við það unað, að íslenzka þjóðkirkjan hafi ekki árlega eitthvað fé til um- •'aða til styrktar. kirkjulegum málefnum almennt. Mælist hún Því til að Alþingi geri annað tveggja, að veita árlega hæfilega upphæð til kirkjunnar í þessu skyni, eða lögleiði lágan, al- mennan kirkjuskatt, er innlieimtur verði með sóknargjöldun- um. C. Prestastefnan lýsir óónægju sinni yfir því, að framkomið fi'umvarp um söngskóla þjóðkirkjunnar skyldi ekki hljóta fulln- aðarafgreiðslu á siðasta Alþdngi, og skorar fastlega á ríkisstjórn- uia að hlutast til um, að útvega nú í sumar húsnæði fyrir songkennslu þjóðkirkjunnar, svo að sú kennsla geti hafizt þeg- ar á komandi hausti. Lok presta- defnunnar. Sáðari fundardaginn, bauð bæjarstjórn Reykjavíkur prestunum til miðdegisverðar í Sjálfstæðishúsinu. Borgarstjóri flutti þar 111 Jög vmsamlegt ávarp til prestanna, en biskup þakkaði. Prestastefnan sendi árnaðaróskir Sveini Björnssyni, forseta s*ands; Eysteini Jónssyni, kirkjumálaráðherra og Gísla Sveins- syni, sendiherra. Prestastefnunni var slitið í Háskólakapellunni. Biskup flutti "’atningarorð til prestanna og að þeim loknum bæn. Um kvöldið sátu prestarnir í góðum fagnaði hið rausnar- egasta boð hjá biskupshjónunum. Jón Auðuns.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.