Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 36

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 36
216 Hálfdán Helgason: Júlí-Okt. Séra Brynjólfur var maður stefnufastur og réttvís. Ágætar gáfur lians og göfugt lijartalag mótuðu snemma hinn svipmikla mann og vígðu liann til margvíslegra starfa almenningi til heilla. Iðjusöm hönd og viðkvæmt hjarta unnu ávallt saman. En framar öllu liafði hann þó hlotið liina sönnu þjónslund í vöggugjöf. Honum var það ljúft, auk þess sem hann laldi sér það skylt, að vera öðrum fvrri til að koma góðu til leiðar og slyðja aðra til nýtilegra framkvæmda, þegar þess var óskað. Fyrir því naut liann óskoraðs trausts allra sam- ferðamanna sinna, ekki sízt heima í héraði sínu og sveit, þar sem hann, frá því fyrsta þótti sjálfkjörinn til margvíslegra trúnaðarstarfa. Sat hann þannig all- lengi í hreppsnefnd og var oddviti hennar um eitt skeið, átti ennfremur sæti í skólanefnd, sýslunefnd og skattanefnd, jafnframt því sem hann, til liins síðasta, var formaður húnaðarfélags sveitar sinnar, enda bar liann mjög fyrir hrjósti liag íslenzks landhúnaðar, sjálf- ur af hændabergi hrolinn. góður sonur íslenzkrar mold- ar og um margra ára skeið gildur og framtakssamur bóndi á hinu gamla prestssetri á Stað, þar til er hann fluttist inn til Grindavíkur. En bæði i þessum og öðr- um trúnaðarstörfum, sem honum voru falin, reyndist hann liinn nýtasti starfsmaður, gæddur þeim heilbrigða félagsþroska, sem aldrei telur eftir sér að rækja þær þjóðfélagsskyldur, sem almenning varða, þótt amstur og erfiði kosti. Var réttsýni lians og samvizkusemi jafnan við hrugðið í athugun og afgreiðslu mála, þvi að allt vildi hann svo vel af hendi leysa, sem kostur var á og engum gjöra rangt til. En einlægust og víðfeðmust var þó þjónslund séra Brynjólls, og kærast var honum þó þjónsstarfið, þegar í hlut álti sjálf kirkja Jesú Krists. íslenzk kirkja hefir þá og nú kvatt einn af sínum dyggustu starfsmönnuni og ágætustu sonum. Séra Brynjólfur ólst upp á kristnu heimili og andaði frá fyrstu tíð að sér lieilnæmu and-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.