Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 45

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 45
Kirkjuritið. Allslierjarþing lút. kirkna í Lundi. 225 inn maður, dapureygur, Franklin Fry, beljaki á vöxl, glaður og reifur og prýðilega máli farinn, og Hanns Lilje, þéttur á velli og þéttur í lund, fossandi mælskur og eldheitur áhugamaður. Yar svo störfum háttað, að lagðar voru fram í liverju máli langar álitsgjörðir fjöl- i'itaðar, ekki styttri en venjuleg háskólaerindi. Skýrðu framsögumenn hvern kafla um sig áður en ahnennar umræður hæfust um hann. Þær fóru fram á ensku eða þýzku, og var síðan efni þeirra endurtekið í þýðingu. Var allþreytandi að hlýða á hverja ræðu tveimur sinn- um, en hjá þessu fyrirkomulagi varð ekki sneilt, því að ella hefðu ýmsir fundarmenn orðið eins og úti á þekju. Við Islendingarnir tókum þátt i umræðum hver i sinni deild, og var máli okkar tekið hið bezta. Lét- um við liver annan jafnóðum vita, hvernig málunum leið, og gátum svo fylgzt með öllum gangi fundarins, I einni stuttri grein er þess enginn kostur að skýra nákvæmlega frá þessum löngu álitsgjörðum og með- ferð þeirra í deildunum, enda var aðalmál þingsins i 1 raun og veru annað, stofnun heimssambandsins. Breytingarnar, sem gerðar voru á þeim, voru yfirleitt litlar, aðallega á orðalagi. Játning trúarinnar laut eink- nm að orðinu, sakramentunum og' kirkjunni. Orðið ei' fagnaðarboðskapur Ivrists og fagnaðarboðskapurinn nm Krist, eins og hann er að finna í spámannlegum og postullegum ritum Gamla og Nýja testamentisins. Sakramentin, skírn og kvöldmáltíð, leiða til náins Persónulegs samfélags við Krist, þar sem limirnir eiga þjóna hverir öðrum í kærleika: Einn Drottinn, ein L'ú, ein skírn, einn Guð og faðir allra. — Um prédik- Un og trúboð innra og ytra var það ályktað, að efla skyldi samstarf sem mesl og leggja höfuðálierzlu á boðim fagnaðarerindisins í verki. Það er jafn ómögu- ^egt að greina verk frá trú eins og liita og ljós frá eldi. Kristnin verður ekki breidd út í heiminum án kærleiks- þjónustu, og aldrei hefir verið um stærri sár að binda

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.