Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 48

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 48
228 Ásmundur Guðmundsson: Júlí-Okt. velli opinberunar Jesú Krists, orða lians, anda og fyrirmyndar, o,g að eitt liið mikilvægasta skilyrði fyrir vexti, framför og blessunarríkum áhrifum kirkjunnar á líf kynslóðanna sé það, að þjónar bennar breyti og starfi í samræmi við einingarhugsjón Krists, er felst í orðum hans: „Allir eiga þeir að vera eitt“. Kjarni stefnuskrárinnar fyrir heimssambandið er sem sé þessi: Bróðurlegt samstarf allra á grundvelli fagnaðarerindis Jesú Krists. Að því á að Idúa bæði út á við um víða veröld og inn á við með kirkju hverr- ar þjóðar, sem í sambandinu er. Aðalframkvæmdir sambandsins skulu faldar alls- herjar kirkjuþingi, sérstakri framkvæmdastjórn, nefnd- um með hverri þjóð um sig og erindrekum að eins- stökum málum, eftir þörfum. Kirkjuþing á að koma saman 5. hvert ár. Það hefir æðst úrskurðarvald í málum sambandsins og kýs fram- kvæmdastjórn þess. Framkvæmdastjórn milli þinga skipa sexlán menn að forseta meðtöldum. Þeir veita viðtöku skýrslum og iiafa forystu á hendi í þeim málum, er sambandið varða i heild. Þeir halda fundi eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Þeir kjósa sérstakan ritara, er annast dag- legan rekstur í samráði við forseta. Hver þjóð kýs sína nefnd, en stjórnin skipar erind- reka. Ýmislegt mátti finna að þessu frumvarpi, og var það flestum ljóst. En þó voru litt bornar fram breytingartil- lögur, af því að stjórnin óskaði þess, að þær kæmu heldur síðar og samþykkt stjórnarskrár nú yrði að- eins talin til bráðabirgða. Skyldu menn senda nýju stjórninni eflir þingið tillögur sínar í öruggu trausti þess, að þeim yrði vel tekið. Við íslenzku fulltrúarnir fórum að þessum ráðum og gengum frá skriflegri tillögu til afhendingar nýju stjórninni. Miðaði hún að því, að enn skýrar skyldi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.