Kirkjuritið - 01.07.1947, Síða 56
236
Benjamín Kristjánsson:
Júlí-Okt.
full þörf, til að sjá fyrir þjónustu kirkjunnar. Var það
þá undir rausnarlund og ósérplægni forráðamanna
kirkjunnar komið, iivort þeim opnaðist nokkur leið til
lærdóms.
Það er því mjög líklegt, að biskuparnir liafi einmitt
hlynnt að stofnun klaustranna, lagt til þeirra biskups-
tíundir og vígt þangað liina færustu menn fyrir ábóta,
með það fyrir auguin, að það yrði „mesta styrking
kristninnar að‘ efla munkalífin“, þessar stofnanir mundu
létta undir í því starfi að kenna prestlingum. f klaustr-
unum var griðastaður og næði meira til andlegra iðk-
ana en á biskupsstólunum. Þar hefir stöðugt orðið að
kenna munkum latínu, og munaði þá ekki svo mjög að
bæta við nokkrum prestlingum, ekki sízt, ef klaustrinu
bættust þá um leið jarðarpartur eða einbver fríðindi.
Má gera ráð fyrir að eitthvað af jarðagóssi því, sem
klaustrunum áskotnaðist smám saman, sé þannig til
komið, en einhverjum hefir að sjálfsögðu verið kennt
í guðsþakkaskyni.
Það hefir og reynzt svo, einkum er tímar liðu, að
klaustrin urðu öruggustu og stundum ef lil vill einu
lærdómssetrin í landinu, enda þótt stopular sagnir fari
af þessari kennslu, eins og öðru, sem gerðist innan vé-
banda þeirra. Hefir íslenzkt klaustralíf að sjálf-
sögðu mjög verið sniðið eftir því, sem tíðkaðist í öðr-
um löndum, en þar voru skólar við öll bin frægustu
klaustur, einkum Benediktsmunkanna, sem lögðu stund
á að uppfræða ungmenni í klerklegum listum. Tvö af
merkustu klaustrunum hér á landi, á Þingeyrum og
Munkaþverá, voru einmitt af þessari reglu, og störfuðu
þar löngum hinir ágætustu lærdómsmenn.
Þingeyraklaustur var stofnað 1133 af Jóni Ögmunds-
syni, en komst ekki fyllilega á fót, fyrr en á dögum
Ketils biskups. Fyrsti ábótinn þar var Vilmundur Þór-
ólfsson (1133—’48), góður fræðimaður, lærður í skóla
Jóns biskups. Má ætla, að liann hafi tekið sér læriföð-