Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 61

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 61
Kirkjuritið. Menntun presta á íslandi. 241 tekið klerka til kennslu1). Enn er talað um skólábað- stofu á Munkaþverá í Sigurðarregistri frá 15252). í Þykkvabæjarklaustri í Veri var löngum lærdóms- setur og eru tveir skólamenn kunnastir þaðan, þeir Þor- lákur biskup helgi og Brandur Jónsson ábóti. Réðst Þor- lákur til Þykkvabæjar þegar er klaustrið var stofnað 1168, en liafði áður verið sex vetur að Kirkjubæ með Bjarnbéðni presti Sigurðssyni, sem sagður var ágætur kennimaður og lærður vel. Er mjög látið af því í Þor- lákssögu að þeir félagar hafi verið samlyndir i þvi, að láta Ijós sitt skina yíir mönnum, „því að þeir lýstu likn- arbraut til eilífra fagnaða bæði með ágætlegum kenn- ingum orða og dýrlegra dæma. Mátti það sjá á hvers- dagslegum þeirra aðferðum, að þeir urðu sjaldan af- huga þvi, er guð mælti til sinna lærisveina: lýsi Ijós yð- vart fyrir mönnum, að þeir nemi yðrar aðferðir góðar, dýrki þér föður yðvarn, þann er á liimnum er. Svo sýndist þeim, sem ásamt voru við þá, sem nálega væri engar þeirra stundir, er eigi mætti nokkuð það af þeiin hafa, er gæði voru í3). Þegar það er aðgætt hversu Þor- lákur var Imeigður til náms og kennslu, enda orðinn binn lærðasti maður, verður þetta naumast skilið öðru- vísi en að þeir félagar liafi skóla lialdið að Kirkjubæ. Og sjálfsagt hefir Þorlákur þá gengið með alliuga að þvi að kenna kanúkum þeim, er liann var settur yfir i Þykkvabæ, enda varð mjög frægt regluhald hans þar. Er það glög'gt af sögu hans, að liann liefir meiri lær- dómsmaður verið og kennifaðir að upplagi en skörung- ur enda þótt hann kæmist ekki lijá að eiga í útistöðum nokkrum vegna kirkjustaða, eftir að liann var biskup orðinn, og væri þá bæði þrár og þybbinn fyrir, þegar þvi var að skipta. 0 D.I. VII, 235. 2) D.I. IX, 307. 3) Bisk. I, 94—99; 268—269.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.