Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 66

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 66
246 Benjamín Kristjánsson: Júlí-Okt. „hér upp í hefir hróðir Jón lofað oss framvegis að styrkja heilaga kristni og klaustrið um skólahald. Því setjum vér ofangreindan bróður Jón sacristanum yfir kirkju og klaustur"1). Var það ein virðingarmesta stað- an í klaustrinu fyrir utan príorstign. Þó að sukksamt væri stundum í Möðruvallaklaustri, virðist menntalíf hafa staðið þar í allmiklum blóma, ef dæma má eftir bókaeign klaustursins 1461, þegar klaustrið á 127 bækur og þar á meðal kennslubækur (l. d. í grísku) og norrænubækur óvenju margar, sem munkarnir liafa þýtl eða afritað. Margar af þessum bókum eru beljarmikil rit, sem munkarnir bafa orðið að afrita, og sýnir það að m. k. að þeir hafa ekki setið auðum böndum2). Af því yfirliti, sem bér befir verið gefið, virðist mega ráða, að lang oftast bafi skólabald verið i klaustrunum og þar liafi fleiri eða færri klerkar verið að námi. Þó að heimildirnar séu stopular um þetta, þá ber þess að gæta, að klaustraskjöl bafa mjög farið forgörðum, brunið, fokið, týnzt í sjó, og sum verið eyðilögð í ofsa siðaskiptanna3). Önnur hefir tímans tönn nagað. En svo oft er þó getið um kennslu eða skólabald í ldaustr- unum i Fornbréfasafni voru og öðrum heimildum, að það verður nokkurnveginn ljóst, að langoftast hefir ver- ið kennt, enda voru það þeir staðirnir, utan biskups- stólanna, sem mestur var kostur lærdómsmanna, bækur, efnahagur og aðstaða öll langbezt til þeirra hluta. Væri og gersamleg'a óhugsandi, hvernig unnt befði verið að gera alla þá presta og djákna bænabókarfæra, sem bér bafa sungið tíðir í kaþólskum sið, ef ekki væri gert ráð fyrir þessu. Að sjálfsögðu hefir það komið fyrir, að B D.I. IX, 244—245. 2) D.I. V, 288—291. 3) Sbr. Um klausturbréf eftir Árna Magnússon, Blanda II, 45—47.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.