Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 68

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 68
248 Benjamín Kristjánsson: Júlí-Okf. stíl, en síðan með fjöður á pergament. Námu drengirn- ir síðan skrift með þvi, að þeir voru látnir afrita bæk- ur, sem mikil þörf var fyrir, meðan prentlistin var eigi fundin. Jafnframt þessu var tekið að kenna undirstöðu- atriði latneskrar beygingíarfræði. Við þessa kennslu var fram eftir öldum löngum stuðzt við málfræði eftir Ælius Donatus, rómverskan málfræðing á 4. öld, og var þvi latneska málfræðin iðulega nefnd „Dónatinn“ i dag- legu tali jafnvel fram á síðustu ökl. Einnig lærðu klerk- arnir utan að glósur og talsliætti, sem þægilegt þótti að bregða fyrir sig í daglegu tali, eða nota í kappræðum. Er til ein slík samtalsbók eftir engilsaxneskan Bene- diktsmunk Ælfric að nafni (d. 4005), og væri ekki ó- sennilegt, að hún hafi verið notuð hjá Búðólfi í Bæ. Þar sem latína var mál allra lærðra manna og þekking á þeirri tungu opnaði aðgang og skilning á öllum helgirit- um kirkjunnar og fræðum kirkjufeðra, var mesta nauð- syn að öðlast sem hezt vald á henni, og það liafa allir þeir gert, sem lengra skólalærdóms nutu, þó að sumir liafi orðið að láta sér nægja, að verða aðeins stautfærir á tíðahækur. En fornar latínuþýðingar vorar þykja þó yfirleitt furðu nákvæmar og bera volt um ágæta kunn- áttu á málinu. Þeir sem snjallir vildu verða i latínunni tömdu sér auk þess versagerð (prosodia) eða latínu- kveðskap. Þegar fengin var sæmileg kunnátta í latínu var farið að kenna mælskufræði og rökfræði. Þessar þrjár lær- dómsgreinar: grcimmatica, rhetorica og logica, voru nefndar „trivium“, þ. e. lærdómsleiðirnar þrjár. Þá voru ennfremur í hinum heztu skólum kenndar aðrar fjórar lærdómsgreinir (quadrivium), en það voru: arithmetria (tölvísi), geometria (flatarmálsfræði), mus- ica (sönglist) og astronomia (stjörnufræði). Allar voru þessar listir nefndar: hinar sjö frjálsu listir (septem artes liberales). Telja má ugglaust, að þeir Isleifur og Gizur og Sæ-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.