Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 74

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 74
254 Benjamin Kristjánsson: J úlí-Okt. prests. Vígði Brandur biskup Sæmundsson Guðmund góða subdjáknsvígslu 13 ára en messudjákn 14 vetra. Ilinsvegar tók liann prestsvígslu á réttum aldri. Auðunn Hólabiskup dispenseraði með ýmsum sonum meiri háttar presta og liafði vald lil þess frá páfanum1 *). Laurentíus biskup tekur prestvígslu 22 ára. Þorsteinn Gunnarsson 18 ára-), og Ólafur biskup Hjaltason (f. 1500) virðist ekki vera nema 17 ára, er liann vsrður prestur3). í Stokkhólmsbók, sem er skinnbók frá því um 1360, er gerð grein fyrir vígslum kaþólskra klerka, og livaða lærdóms er krafizt fyrir hverja vígslu, og ætla menn að þetta sé tekið eftir fornu frumriti: „Hostiarius verður maður, þá er liann er vígður hinni næstu vígslu á eftir krúnuvígslu. Sú er sýsla liostiarii, að liann skal varðveita kirkjudyr og bringja til tíða og' varðveita alll kirkjuskrúð. Af því skal hann við lyklum taka i vígslu sinni. Lector skal lesa í óttusöngvum og sálutíðum. Af því tekur liann við lesturbók í sinni vígslu. Exorcista skal signa óða menn eða sjúka og þá er primsigna skal. Af þvi tekur hann særingabók i sinni vígslu. Acolitus skal lýsa kirkju og bera .... (elds)Iampa er guðspjall er lesið og búa vatn og; vín, það er til þjón- ustu skal liafa. Af því tekur liann við kertisstiku og við kerti og við vatnskeri í sinni vígslu. Subdiaconus skal lesa, skrýddur, pistil og messu og færa með messudjákni kaleik og patínu til altaris, og þjóna altari og búa til messusöngs. Hann skal syngja tvennar tíðir einn saman eða með öðrum, nema H .Bisk. I, 831. 3) Alpb. ísl. 3G3—3ö4. 3) D.I. VIII, 611—612, 615—619, 629—631, sbr. Skírnir 1923 bls. 120, ritgerð Páls Eggerts Ólasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.