Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 85

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 85
KirkjuritiS. Tómstundarabb. 265 staða manna til þess að skipta um embætti, hagur kirkjunnar í lieild, þekking og mat á umsækjendum, og allt þetta, sem flutningsmenn telja fyrir borð borið með núverandi fyrirkomu- lagi, væri þá engu betur komið eftir en áður. Flokksmaður ráðherrans, ungur eða gamall, hæfur eða miður liæfur, fengi embættið. Fyrir þessu tjóar ekki að loka augunum, ef á annað borð á að fara að bæta úr misfellum. Almennar veiting’arreglur. I stað þess að fara jiannig úr öskunni í eldinn um veitingu prestakalla, ætti heldur að reyna að finna hentugri aðferðir við veitingu embætta, aðferð, sem ekki bætti eingöngu úr göll- um prestskosningalaganna, heldur einnig úr göilum ráðherra- veitinganna á öðrum embættum. Þetta á sjálfsagt að koma, þegar lög verða sett um réttindi og skyldur embættismanna. En hvenær koma þau? í tillögum mínum um veitingu prestsembætta var bent á leið- ir, sem athuga mætti. Og Læknafélag Islands liefir komið sér upp veitingarreglum. Eg er ekki í efa um, að setja mætti nokkrar reglur, er liefðu hemil á alræði ráðherra i þessu mikilsvcrða atriði. Að minnsta kosti mætti gera að skyldu að auglýsa embætti með hæfilegum fyrirvara, ákveða, live þungt skyldi veg'a próf, embœttisaldur, sérstakur undirbúningur og afrek í starfi, hve mikið skyldi taka tillit til tillagna yfirmanna stétta, að ráðherra væri skyldugur að færa rök fyrir veitingu o. s. frv. Ef til vill mætti hugsa sér þá aðferð, að ákveðin nefnd, nokk- urskonar æðsti dómstóll í þeim efnum, veitti öil embætti. En hvað sem um þetta er, reglunum um veitingu prestakalia þarf að breyta, og engin skynsamleg ástæða er til þess, að taka prestsembættin ein út úr og hafa um þau sérstakar reglur, eins og nú er komið. Prækorn. Kristilegt smáritasafn I. Smáraútgáfan. í fyrra, 1946, voru 100 ár liðin frá dauða séra Jóns Jónsson- ar, er lengst af bjó í Möðrufelli í Eyjafirði og var kallaður ..hinn iærði“. 18

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.