Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 88

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 88
268 Fréttir. Júlí-Okt. Hér skín þín dýra dagsins brún, sem dreifist út og lifir, og íslands fáninn hæst við hún þér höfði svífur yfir. Nú þangað heim æ fjöldinn fer; þar fléttast vinaböndin. Hinn trúi þjónn það brauð fram ber, sem blessar Drottins höndin. Til „Sumarbúða“ horfi’ eg heim og heyri óminn þaðan, það talar margt í tónum þeim, sem tengir hugi saman. Eg þekki íslands andardrátt og æsku blíða vorið, og algæzkunnar alheimsmátt, þá örðugt reyndist sporið. Nú lyftist von mót himni há i helgum vorsins úða, að vara megi vökvinn sá i vexti „Sumarbúða“. Því lífsins valdi lútum vér, sem letrar rúnir þessar. Ó — reisið steininn; hann er hér, sem lijartans grunninn blessar. Ingibjörg Guðmundsson FRÉTTIR. Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur átti 25 ára prestsskaparafmæli 31. ágúst. Hann hefir allan þennan tíma þjónað fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík og notið almennrar virðingar og vinsælda. Séra Eiríkur Brynjólfsson tók sér og' fjölskyldu sinni flugfari til Vesturheims 17. júní. Hann þjónar nú Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg i stað séra Valdimars Eylands. Séra Valdimar Eylands kom liingað til lands með fjölskyldu sína 21. júlí. Hann hefir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.