Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 89

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 89
Kirkjuritið. Fréttir. 269 á hendi prestþjónustu í Útskálaprestakalli og Staðarprestakalli í Grindavík. Séra Valdimar er formaður Þjóðrœknisfélags Ves- ur-íslendinga. Embættispróf í guðfræði. Síðastliðið vor, 23. maí, luku þeir embættisprófi í guðfræði við Háskólann, Andrés Ólafsson með II. eink. betri 109 st. og Kristján Bjarnason með I. eink. 127% st. Prestsvíg'sla. Kristján Bjarnason guðfræðikandidat var vigður prestsvígslu í Dómkirkjunni í Ileykjavik sunnudaginn 15. júní. Hann er settur prestur i Svalbarðsprestakalli í Norður-Þingeyjarprófasts- dæmi. Kirkjuvígsla. Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, vígði nýja kirkju að Melstað í Miðfirði, sunnudaginn 8. júní. Hið sameinaða kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi liélt aldarfjórðungsafmæli sitt á kirkjuþingi i Winnipeg i lok júnímánaðar. Þingið sendi kirlcju íslands alúðlegar kveðjur, og bárust því einnig árnaðaróskir liéðan að heiman. Forseti samhandsins er séra Eyjólfur Melan, en ritari séra Philip M. Pétursson. Hið evang. lút. kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi. hélt 63. þing sitt í Garðar-prestakalli í Noður-Dakota 13.-17. júni. Séra Haraldur Sigmar, forseti félagsins, vígði tvo unga menn prestsvígslu til þjónustu í íslendingabyggðum. Var annar þeirra Eric, sonur lians. Séra Egill Fáfnis var kosinn forseti kirkjufélagsins í stað séra Haralds Sigmars, sem baðst undan kosningu. Skrifari var kosinn séra Bjarni A. Bjarnason. Séra Sigurður Ólafsson er sem fyr ritstjóri Sameiningarinnar og fé- hirðir Sigtryggur Bjerring. Sýning á kirkjugripum. Frú Unnur Ólafsdóttir hefir haft sýningu á ýmsum fögrum kirkjugripum í kapellu Háskólans og á Akureyri í júlí og ágústmánuði. Öllu því fé, sem safnazt heffir á sýningunni, hefir frúin ákveðið að verja til styrktar blindum. Skiptir það nokkrum þúsundum króna. Vísitaziuför biskup&. í fyrri hluta ágústmánaðar vísiteraði biskupinn kirkjur og prestssetur i Rangárvallaprófastsdæmi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.