Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 90

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 90
270 Fréttir. Júlí-Okt. Framkvæmdastjóri Brezka Biblíufélagsins dr. John R. Temple var hér á ferð í sumar og sat fund mtð stjórn Hins íslenzka Biblíufélags. Varð að samkomulagi, að Brezka .Bihlíufélagið skyldi þegar hefja útgáfu Biblíunnar á ísienzku. Aðalfundur Prestafélags Austurlands var haldin á Vopnafirði 16. og 17. ágúst og var allvel sóttui Aðalumræðuefni fundarins voru: 1. Heimilisguðrækni, frsm. séra Sigmar Torfason. Urðu all- miklar umræður um málið, og var einkum rætt um það, hvað gera þyrfti til þess að endurvekja hana í landinu. 2. Drengskaparhugsjón kristins manns, frsm. séra Jakoh Einarsson. Var mál þetta rætt á sameiginlegum fundi prestanna og barnakennara Austurlands, sem einnig voru mættir þarna á aðalfundi Kennarasambandsins. Eftir alifjörugar og upp- bygg'ilegar ræður, var svohljóðandi tillaga frá frsm. borin upp til atkvæða og samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn telur, að hin norræna drengskaparhugsjón sé ein af sterkustu stoðum undir siðgæðisuppeldi þjóðarinnar. Teiur hann, að beina þurfi siðgæðisuppeldi barna vorra í þá átt, að innræta þeim heilinda- og hetjulund, samfara réttlæti og kærleika og bendir á dæmi Jesú Krists sem hina fegurstu fyrirmynd kristins drengskaparmanns“. í sambandi við prestafundinn predikuðu: i Vopnafjarðar- kirkju séra Pétur Magnússn, fyrir altari séra Sigmar Torfa- son, en í Hofkirkju séra Sigurður Jónsson, fyrir altari séra Jakoh Einarsson. Erindi fyrir almenning flutti séra Pétur Magnússon i Vopna- fjarðarkirkju að kveldi hins fyrra fundardags. Á heimleiðinni voru bæði prestar og kennarar boðnir til kaffidrykkju að Hofi. Dvöldu þeir góða stund á hinu veglega heimili prófastshjónanna i mildum fagnaði við söng og ræðu- liöld. Stjórn prestafélagsdeildarinnar skipa nú: Séra Pétur Magnús- son, formaður; séra Þorgeir Jónsson og Haraldur Jónasson. Leiðréttingar. I næstsíðustu Ijóðlínu í 2. versi sálmsins á bls. 38 i janúar- hefti Kirkjuritsins þ. á. hefir orðið prentvilla. Ljóðlínan á að vera svona: Og geisli frá þér gegnum sortann brautzt. Apr-júní hefti, bls. 110: Fæðingardagur séra Kristins Daníelssonar á að vera 18. febr.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.