Kirkjuritið - 01.06.1963, Síða 16

Kirkjuritið - 01.06.1963, Síða 16
KIKKJURITIÐ 254 liann ekki varizt því að' finna til lotningar fyrir öllu lífi? bæði sínu og annarra, og staðfesta það í verki, í þjónustu alls lífs. Fyrir vikið verður honum lífið fyrirhafnarsamara á alla lund, en það liefði orðið, ef hann aðeins hugsaði um sjálfan sig. En jafnframt verður það auðugra, fegurra og far- sælla. Það verður meira en það eitt að draga fram lífið. Það verður auðugt af lífsreynslu. Byrji menn að liugsa fyrir alvöru um lífið og alheiminn, leiðir það beint og raunar ómótstæðilega til lotningar fyrir lífinu. Slík liugsun getur ekki leitt til annarrar niðurstöðu. Óski slíkur maður eigi að síður þess eingöngu að draga fram sitt eigið vesæla líf, þá getur liann það því aðeins, að gefa sig hugsunarleysinu á vald og heimska þannig sjálfaii sig. Haldi liann liins vegar áfram að hugsa um rök lífsins, getur hann ekki komizt að annarri niðurstöðu en lotningu fyrir lífinu. Sérhver hugsunarháttur, þar sem menn láta leiðast til efa- sýki eða þeirrar skoðunar, að lífið sé án siðrænna liugsjóna, ber ekki vott um hugsun lieldur skort á liugsun, sem sann- ast liezt af því, að maður er þá ósnortinn af leyndardómum lífsins og tilverunnar. f lotningu fyrir lífinu felst þetta þrennt: Undirgefnin, við- urkenning á gildi lífsins og tilverunnar og siðgæðið. En þetta eru þrír meginþættir alhliða lieimsskoðunar, samantvinnaðir í hugsun manns. Fram að þessu liafa verið til margar heimsskoðanir byggð- ar á undirgefni, aðrar reistar á viðurkenningu á gildi lífsins og tilverunnar, og enn aðrar, sem liafa reynt að samrýmast kröfum siðgæðisins. En engin þeirra liefur reynzt fær um að sameina þetta allt saman. Slíkt er aðeins unnt á þann veg, að litið sé á þessa |>rjá meginþætti þannig, að þeir séu óaðskiljanlega samofnir þeirri heimsskoðun sem byggir á lotn- ingu fyrir lífinu og lieyri henni til. Undirgefnin og viður- kenning á gildi lífsins og tilverunnar geta ekki staðizt sérstök út af fyrir sig við lilið siðgæðisins, lieldur eru nokkurs konar undirliljómur þess. Siðgæði lotningarinnar fyrir lífinu, á upptök sín í raun- liæfri liugsun og knýr manninn til viðurkenningar í því raun- hæfa og til þess að hafa það stöðugt fyrir augum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.